HUGTÖKIN GEGN LANDSDÓMI

Ég hef verið að safna að mér orðunum sem notuðu eru til að skammast út í Landsdóm og að Geir Haarde skuli dregin fyrir þennan dóm til að skera úr um það hvort hann hafi með gáleysi sínu eða aðgerðarleysi, valdið skaða fyrir Ísland.

Mér sýnist alveg á tæru að það er komin upp einhver hreyfing sem á að „massa þetta “ með orðavaðli á borð við að….

-MANNRÉTTINDI ERU BROTIN

-EKKERT ÁKVÆÐI TIL ÁFRÍUNAR

-STENST EKKI MANNRÉTTINDA-ÁKVÆÐI SAMNEINUÐU ÞJÓÐANNA

Þingforsetinn fyrrverandi Guðrún Helgadóttir negldi þetta með orðunu
-„ÉG ER SÁR YFIR ÞVÍ AÐ ÞINGIÐ SKULI STANDA Í ÞESSU“

-PÓLÍTÍSKAR OFSÓKNIR

Helmingur Samfylkingarinnar notar þessa afsökun nokkuð oft.
-HINIR RAUNVERULEGU HRUNVALDAR SLEPPA

-MÁLIÐ ER RAMMPÓLITÍSKT

-LÖGIN UM LANDSDÓM ERU ÚRELT

-BÚIÐ AÐ BLÁSA UPP SKELFILEGT HATUR

-BIRTINGARMYND AF DAVÍÐSHATRINU

-ÁSAKANIRNAR BERA VOTT UM HEFNIGIRNI OG ILLAN HUG

-EKKI VAR UM ÁSETNINGSBROT AÐ RÆÐA.

og svo framvegis…Það sem er óvenulegt við þessa gusu, er að hún er öll notuð í einu.  Það er miklu algengara þegar einhver hópur ætlar að stýra umræðunn, þá er það gert á kerfisbundnari hátt.  Þessu má sennilega kenna því að bæði Sjálfstæðismenn og helmingur Samfylkingarfólks eru andstæðingar Landsdómsins, þannig að ekki hefur unnist tími til að synca „baráttuna“.

En um hvað snýst málið?  Svona í alvöru.  Hvar á þessi mikla andstaða við Landsdóm rót sína?  Þetta gerðist er einhver man ekki eftir því:

1) Efnahagskerfi Íslands hrynur vegna spillingar og fávisku
2) Alþingi skipar nefnd til þess að skera úr um það hvort lög hafi verið brotin
3) Nefndin skilar áliti og segir að
a) 4 ráðherrar skuli vera sóttir til saka.
b) 3 ráðherrar skuli vera sóttir til saka
c) Enginn verði sóttur til saka
4)
Kosið er um málið í þinginu og niðurstaðan varð sú að Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er kærður fyrir afglöp og aðgerðarleysi. m.ö.o:  Stefnt fyrir Landsdóm -Thats it! -Spuninn er á óvenjuveikum grunni að þessu sinni.  Þetta er ofur eðlileg leið fyrir þjóð að gera upp ógnaratburði.  Hugsum okkur nú aðeins ef að ENGINN hefði verið kærður eins og mér sýnist almenn sátt vera um meðal hugleysis arms Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eins og hann leggur sig.

Hvað þá?

Þá hefðum við þing skipað hálf-bófum, sem hefðu komið því þannig til leiðar að útilokað væri að sækja sig til saka fyrir fúskið.

-Þá fyrst myndi saurinn þeytast í þyrilinn.

Þessi niðurstaða, að sækja Geir einan til saka, er vond lausn, en samt eina lausin sem við fáum.  Hin þrjú sleppa, Davíð sleppur, Halldór sleppur og Valgerður sleppur.  Þannig eru bara lögin.

Þótt það sé Sjálfstæðisflokknum á móti skapi, og bestu vinum Ingibjargar Sólrunar sömuleiðs, er uppgjör við Vanhæfu ríkisstjórnina nauðsynlegt.  Jafn nauðsynlegt og uppbyggingin sjálf.  Það spélegasta í þessu máli að lögfræðingagerið í Sjálfstæðisflokknum heldur nú í frammi þeim lagarökum að ekki sé unnt að dæma Geir, hvað þá draga hann fyrir dóm, vegna þess að ekki var um ásetningsbrot að ræða.

Nú veit ég ekkert sérlega mikið í lögfræði en þetta veit ég þó.  Stundum þarf ekkert illan ásetning til að brjóta lögin. Það er t.d hægt að keyra bíl með bilaðan hraðamæli alltof hratt, en samt brjóta lögin.

Þetta sýnir kanski vel hve hin rakalega staða er slöpp hjá andstæðingum ráðherraábyrgðarinnar.  Hverju einasta atriði er hægt að svara í orðaforða ábyrðgar-andstæðinganna.  Hverju einasta atriði. Þau liggja kylli flöt fyrir framan okkur og það þarf annarlegar hvatir til þess að túlka þau á þann hátt sem ábyrgðar-andstæðingarnir gera.

 

Hafi þau skömm fyrir.

 

Site Footer