Hugmynd til þingmanna.

Eins og margir þá var ég afar hrifin af glósu Hjálmars Gíslasonar þar sem hann velti vöngum yfir því að nýjir og „ferskir“ þingmenn virðast steingerfast við það að komast á Alþingi. Þeir eru óhemju fljótir að grafa sér skotgrafir og taka upp gunnfána flokkakerfisins.

-Og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. -Ekkert hafi breysts þrátt fyrir fögur fyrirheit.

Nú ætla ég að fleyta fram hugmynd sem mér þykir góð. Hún er sannarlega ekki lausn á kreppunni en ef af verður gæti hún hjálpað pínulítið til Ég held að „stóra lausnin“ sé fólgin í mörgum litlum lausnum. Þetta er innlegg inn í þá draumsýn mína.

Hérna er hugmyndin:

Einn glæsilegast sproti íslenskrar ferðamennksu er sjóstangaveiði. Í dag þurfa fyrirtæki sem eru í þessum bransa að kaupa kvóta fyrir starfsemina. Það er dýrt eins og gefur að skilja og svolítið ranglátt vegna þess að ekki er um hefðbundar fiskveiðar. Arðurinn af þessum fiskveiðum er fyrst of fremst fólgin í veiðimönnumum sjálfum sem ferðast um hálfan hnöttinn til þess að renna fyrir þorsk. -Hví ekki að undanskilja sjóstangaveiði frá kvóta?

Er það mikið vesen? Eru ekki allir sammála um að það sé hið besta mál? Nú vantar bara einhvern þingmann eða þingmenn til að flytja frumvarp sem undanskilur sjóstangaveiði-túrisma frá kvóta.

Nú er lag að hætta að væla og byrja að vinna!!!

6 comments On Hugmynd til þingmanna.

 • Og leyfa sportveiðimönnum að kaupa hvalaveiðileyfi.

 • Ætla mætti að þetta með kvótann á sjóstangveiðina væri einhver gömul skekkja í kvótakerfinu sem gleymst hefði að leiðrétta.

  Svo er ekki. Þetta eru glænýjar reglur, settar 2008 af Einari K. Guðfinssyni og sérstaklega varðar af Karli V. Matthíassyni, þá þingmanni Samfylkingar – sem síðar gerðist Frjálslyndur til að berjast gegn kvótakerfinu… Umræðurnar má lesa hér: http://www.althingi.is/altext/135/01/l21160247.sgml

  Það gefur hins vegar góðar vonir um ásættanlega lausn að sá sem andmælti því harðast að settur yrði kvóti á sjóstangveiðina var Jón Bjarnason. Hann er nú orðinn sjávarútvegsráðherra og getur staðið við stóru orðin.

 • Frábært með Jón Bjarnason.

  Nú er lag að hætta að moka skotgrafir og byrja að vinna þjóðinni til heilla.

 • Verst er að ég er svo bölsýnn í eðli mínu að ég yrði ekki hissa þótt sjávarútvegsráðherrann Jón Bjarnason verði strax á næsta þingi farinn að verja kvóta á sjóstöngina – en stjórnarandstæðingurinn Einar K. Guðfinnsson verið á hinni línunni…

 • Það er einmitt það sem glósa Hjálmars fjallar um!

  Nú er spennandi að sjá. -eða hvað?

 • Þó svo að sjóstangaveiði hljómi eins og e-ð djók þá eru held ég íslandsmetið í þessu e-ð um 2 tonn á eina stöng á einum degi.

  Ef að þetta væri gefið frjálst þá myndi þetta líklegast leiða til ofveiða.

  Þetta myndi allaveganna gera samkeppnisstöðu sjóstangaveiða í samanburði við eðlilega útgerð allt of góða þrátt fyrir að hagkvæmnina sem fellst í því að veiða á stærri skipum.

Comments are closed.

Site Footer