Hugmynd fyrir ESB – andstæðinga

Hversvegna stofnið þið ekki vefsíðuna sveiattan.is sem vetvang fyrir myndun raka gegn aðildarviðræðum og meintri inngöngu Íslands í ESB?

Það hlýtur að vera þörf á einhverskonar „think tank“ til þess að finna almennileg rök gegn aðildarviðræðum ellegar meintri inngöngu í ESB.

Katrín Jakobsdótttir telur það veigamestu rökin gegn aðild Íslands að ESB að í þeim löndum sem eru í ESB-klúbbunm sé ástundað, skipulagt dýraníð. Tiltekur meir að segja að Foi Grais standi í vegi fyrir mögulegum við ræðum um aðild! Sem næstbestu rök segir Katrín að kvennréttindi gangi hægt fyrir sig (fyrir utan norðuröndin sem eru reyndar einnig í ESB).. Þetta eru svosem rök og allt það, en að þungaviktarmanneskja í íslenskum stjórnmálum beri fyrir sig þessu lélegu rök er fyrir neðan allar hellur..

Athugið að ein af rökunum með þvi að ganga í ESB er að vaxtakostnaður hverrar fjölskyldu minnkar um krónur 500.000 á ári. -Þetta þykja mér góð rök með aðildarviðræðum ellegar umsókn.

15 comments On Hugmynd fyrir ESB – andstæðinga

 • Ætlarðu að blogga sömu færslunni með nýjum orðum lengi? Þú kannski sendir mér tölvupóst þegar það kemur ferskmeti?

 • Teitur, þú ert ekki að sannfæra mig um ágæti þess að Íslandi gangi í Evrópusambandið með þessum greinum þínum.

  Ég er einn þeirra sem er frekar hlynntur því að ganga í ESB en hef þó vissar efasemdir.

  Þú hlýtur að gera gert betur.

 • Hjúkkit!!

  Hélt að þú værir búinn að gleyma Katrínu Jakobsdóttur. Það kom alveg ein færsla í röð þar sem ekki var minnst á hana (a.m.k. ekki með nafni).

 • Ahvurru stofnar þú ekki bara blablabla.is ha? ha? ha? Ahvurru safnist þið ESB sinnar ekki bara saman einhversstaðar til að dansa í kringum fíkjutré og brainstorma um nýjar og skemmtilegar ástæður fyrir ESB aðild?

  T.d.: ESB er í fararbroddi í heiminum hvað varðar réttindi tanaðra.

 • Ágæti Eiríkur og Nafnlaus frá 14:53. Ég er rétt að byrja á Katrínu. Í svarinu til Illuga kennir nefnilega margra (raka)grasa sem ég ætla að taka fyrir eitt og eitt. Ég er að klára dýraníða-rökin og brottkast-afla-rökin.

  Eftir koma svo: Kvennabarátta-gengur-svo-hægt-rökin, hugmyndir-um-ESB-her-rökin, steinn-í-götu-kvenna-rökin og „lýðræðishalla-rökin“.

  Þetta er efni í amk 30 – 40 færslur.

  ástæðan er ekki sú að ég sé með Katrínu á heilanum (eins og margir halda) heldur er ég með raka-fæð hennar á heilanum. Athugið að rökin MEÐ ESB eru alvöru rök en ekki tittlingaskítur um belgíska mjókurkálfa heldur 500 þúsund kall i lægri vaxtagreiðslur.

  Það sem mér finnst kannski mest spennandi eru hin raunverulegu rök sem ligga að baki þessum kjánalegu rökum Katrínar. En þau eru annað hvort þjóðremba ellegar „við-erum-siðferðislega-betri-en-þið-rökin“.

  Fermeterinn fær svo Eiríkur í pósti.

 • „Athugið að rökin MEÐ ESB eru alvöru rök en ekki tittlingaskítur um belgíska mjókurkálfa heldur 500 þúsund kall i lægri vaxtagreiðslu“

  Hver fær þennan 500.000 kall? Hvernig?

  Fyrst þarf að skipta krónum í evrur á einhverju gengi. Það er ekkert sérlega hagstætt í dag.

  Svo þarf að skuldbreyta láninu. Það kostar slatta.

  Svo hvað?

  Ertu til að vísa mér á eitthvað ítarlegt og vandað um þessa hálfu milljón sem ég mun græða á ári við það að ganga í ESB.

 • Þetta snýst semsagt meira og minna um verðtryggingu á lánum.

  Held að hún tíðkist ekki víða í útlöndunum víðfemu hvort sem að þau eru í ESB eður ei.

  Að þessu sögðu er kannski rétt að taka fram að ég er efasemdarmaður um Esb bæði inngöngu Íslendinga í sambandið og ekki síður hvert það stefnir til lengri tíma litið.

  En það er kannski full háleit umræða fyrir comment á bloggsíðu, það sem ég hefði áhuga á að vita er af hverju menn eru svona gjarnir á að setja = merki á allt það sem er hagstæðara í Esb en fussa og sveia þegar einhver reynir að benda á hvað er verra í Esb – að meðaltali semsagt.

  Semsagt ef allt það vonda töfrast burt við inngöngu í Esb er sjálfgefið að allt það góða haldist ?

 • Áfram Teitur!

  Þetta er rétt, menn eru ekki að beita rökum heldur útúrsnúningi og hræðsluáróðri. Hvernig væri staðan hér ef við hefðum gengið inn í ESB í framhaldi af EES? Þó svo bankarnir væru farnir á hausinn (sem ég efast um að hefði gerst) þá værum við ekki líka að eiga við 70% gegnisfellingu. Gengisfelling er það sama og launalækkun á ísl launafólk, auk þess sem allar ísl eignir hafa fallið í verði um þessi sömu 70%. Bara þetta eitt eru næg rök fyrir því að sækja um aðild að ESB. Það er ekki hægt, með rökum, að vera á móti ESB aðild og því þurfa þeir sem eru á móti að beita öðrum brögðum eins og rökvillum og áróðri.

  Einar Pétur

 • Ókey, Teitur. Ef þér finnst gæsalifrarrökin svona ómerkileg, þá er um að gera að verða við áskorun þinni um að benda á veigameiri rök sem verið gætu á móti ESB-aðild.

  Þeir sem hafa sett spurningamerki við hernaðarstefnu sambandsins staðnæmast flestir við 31.grein Lissabonsáttmálans.

  Sú grein verður ekki skilin með góðu móti öðruvísi en sem svo að sambandið geti gerst stríðsaðili með auknum meirihluta.

  Við sem vorum ósátt við að tveir íslenskir ráðherrar gætu sett okkur á lista vígfúsra þjóða í Íraksstríðinu í trássi við vilja þings og þjóðar höfum þungar áhyggjur af 31. greininni.

  Ef hún þýðir að bandalagið geti gert okkur að stríðsaðila á sama hátt og gerðist varðandi Írak 2003, þá eru það veigamikil rök gegn aðild að mínu mati – jafnvel veigameiri en lægri vaxtakostnaður og ódýrari kjúklingar úti í búð.

  Um þetta hafa t.d. deilurnar staðið á Írlandi og þessi grein var ein aðalástæða þess að Írar felldu Lissabon-samkomulagið.

  Gaman væri að fá umfjöllun þína um þetta mál.

 • Nafnlausi efasemdarmaðurinn heldur áfram:

  Eftir að hafa lesið fleiri færslur á blogginu þínu, sérstaklega þessa með ummælum/svari Katrínar Jakobsdóttur hef ég þetta að segja:

  Það sem þú klikkar á í greiningunni á afstöðu hennar er að lesa ekki milli línanna, stöku dæmin af t.d. gæsaeldinu eru ekki úrslitaatriðið hjá þeim sem hugsa eins og Katrín það er frekar eðli sambandsins og þeirrar stjórnsýslu sem það rekur sem fólk er hugsandi yfir.

  Þjóðríkið, lýðræði, jafnrétti, einstaklingsfrelsi og friðarstefna eru hlutir sem margir efasemdarmenn um Esb hafa í huga þegar þeir leggja sínar mælistiku á sambandið – sérstaklega hvert það stefnir.

  kv. Barði Barðason

 • Ég myndi mæla með að skella einhverjum bremsum á þessa eimreið.

  Ég hef lesið nokkrar færslur eftir að þessi síða birtist á eyjunni. Og verð að játa að mig setur eiginlega hljóðan við lesturinn.

  kv.
  Sigurjón Njarðarson

 • Teitur, hvað með að slappa af í smástund og anda með nefinu. Skoða svo færslurnar þínar og pæla smástund í hlutum eins og hvort að þú sért í strámannasmíð hvað Katrínu Jak. varðar. Hvernig þú tæklar þennan stutta texta eftir hana minnir mig mikið á hvernig prestar lesa hluti út úr biblíu textum.

  Hvað með að nálgast þetta mál frá hinni hliðinni og mæla með kostum ESB?

 • Erlendur segir: „Hvað með að nálgast þetta mál frá hinni hliðinni og mæla með kostum ESB?“

  -Það er nátturúrulega best.

  Það er ekki hægt án þess að miða við eitthvað og þá er ég komin aftur til Íslands. -Kostirnir koma.

  Fyrst þarf ég aðeins að blogga um rakafæð Katrínar..

 • Vaxtakostnaður á Íslandi er hlutur sem við ráðum sjálft alveg óháð ESB. Þetta er svona svipað og að segja að ef við gengjum í ESB myndu skattar lækka vegna þess að skattar eru lægri í ESB.

  Við getum vel afnumið vísitölutenginu með lagasetningu á sama hátt og var gert gagnvart launum og við getum lækkað stýrivexti niður úr öllu valdi ef okkur sýnist svo. Slíkt hefur hinsvegar ekki verið gert af því að valdhafar landsins okkar telja það ekki skynsamlegt fyrir hagkerfi okkar (hvernig sem þeir svo komast að þeirri niðurstöðu). Ef við göngum í Evruna munu slíkar vaxtaákvarðanir vera teknar út frá hagsmunum stóru þjóðanna í Evrulandi sem hafa allt aðrar hagsveiflur en við.

  Slíkt mun kalla á mun harðari hagsveiflustjórnun í opinberum fjármálum en við höfum lifað við. Að þurfa að nota ríkisfjármálin ein til hagsveiflustýringar mun aftur gera stórauknar kröfur á skattlagningu og krefjast þess að hluti hins opinbera sem fall að þjóðarframleiðslu væri yfirgengilega sveiflukenndur.

  Ef við viljum losna við sveiflurnar úr krónunni og ná vaxtastigi hinna norðurlandanna getum við gert það með fastgengisstefnu eins og gert er í Danmörku. Persónulega tel ég þó að slíkt sé óæskilegt þar sem við þurfum á því að halda að stýra efnahaginum eftir aðstæðum hér, ekki síst á komandi árum. Á Íslandi er full atvinna nefnilega forgangsraðað miklu hærra en nokkurt annað efnahagsmarkmið.

 • Teitur beib.
  Í dag hafa 13000 manns skráð sig á sammála.is
  Þrettán þúsund, 3,9% þjóðarinnar!!
  Það er ekki neitt. Svona álíka margir og halda að Þráinn Bertelsson hafi heila.
  Allir og ég endurtek, ALLIR geta skráð sig.
  Samt bara 3,9%.
  Af hverju?

  Örn Johnson ´67

Comments are closed.

Site Footer