HUGLEIÐING UM KAUP Á GÖGNUM UM SKATTASKJÓL

Fram hefur komið að umrædd gögn munu kosta 150 til 200 milljónir. Raddir hafa komið fram um að „við“, það er almenningur, ætti bara að kaupa þessi gögn.Það væri auðvitað frábært en telja má að það sé útilokað.

Þegar safnanir ganga vel, nást í mesta lagi inn tvær til þrjár milljónir. Það náðist að safna um átta miljónum fyrir Ómar Ragnarsson þegar hann átti afmæli (og var skuldugur) þökk sé höfðingjanum Friðrik Weisshappel.

Safnanir sem snúa að velgjörðarmálum ná sennilega mest 10 milljónum. Mest hefur safnast til handa fórnarlömbum snjóflóðanna á Flateyri og Súðavík. Þá held ég að yfir 100 miljónir hafi safnast.

Það er því nánast útilokað að safna 150 – 200 milljónum. Í ofanálag er tíminn að renna út og augljós andstaða fjármálaráðherra við þessi kaup.  Hann mun setja upp tæknilegar hindranir eftir því sem staðan breytist. Svo er þingið örugglega á móti þessu ef í harðbakkann slær. (stjórnarmeirihluti)
Þessi gögn verða ekki keypt. Það er algerlega útilokað. „Við“ getum ekki keypt þau því fulltrúar „okkar“ vilja það ekki.

Ástæðan er auðvitað sú að þeir sem eru á þessum lista er sama fólkið og er á jólakortalista Sjálfstæðisflokksins.

Ekki er loku fyrir það skotið að sjálfir forrystumenn ríkisstjórnarinnar séu sjálfir á listanum eða venslafólk þeirra. það eru ekkert margar milljónerafjölskyldur á Íslandi og af 400 manna lista er nánast öruggt að einhver tengist gráa svæðinu milli stjórnmála og viðskipta. Það er eins og allir vita, íslenska leiðin til auðlegðar.

Það sem er athyglisvert í þessu samhengi að þessar upplýsingar munu koma fram þótt síðar verði. Gögnin falla í verði í hlutfalli við fyrningarreglur en það mun koma að því að almenningur mun gera safnað fyrir þeim.

Fylgist með umræðunni á síðunni Kaupum gögn um skattsvik á Facebook.

Site Footer