HÆTTUR Á EYJUNNI

Ég hef ákveðið að flytja mig yfir á DV-bloggið. Mér hefur liðið vel hér á Eyjunni og samstarfið gengið snuðrulaust fyrir sig en stundum þarf maður að breyta, breytinganna vegna.

Ég er ánægður með DV þessa daganna og ekki eru ýkjur að segja að blaðið leiði umræðuna á þessum hrikalegu tímum í Íslandssögunni. Ísland er að taka hröðum breytingum og fjölmiðlar eru að stórum hluta ábyrgir fyrir því að knýja fram breytingar á samfélaginu. Þar er deiglan, þar á úrvinnsla umræðunnar sér stað og þangað líta ráðamenn jafnt sem almenningur. DV er ekki bara besti fjölmiðill landsins. -Hann er langbesti fjölmiðill landins.

Ef ég myndi drepast á morgun og ætti að gefa þjóðinni minni heilræði þá væri það þessi hérna sem ég næ ekki að koma orðum að nema í þessum lotum:

-Breytingar eiga sér aldrei stað án átaka.
-Engin þróun á sér stað án viðnáms.
-Góðir hlutir gerast ekki að sjálfu sér. Slæmir hlutir gerast að sjálfu sér.
-Það er kostar endalaust puð að búa í almennilegu samfélagi.

Satt best að segja held ég að þetta sé að koma altsaman. Ég er viss um að þegar ég flyt heim eftir nokkur ár, kem ég í betra Ísland en ég flutti frá. Sumum til ómældrar gremju og vonbrigða. Ísland Sjálfstæðisflokksins var ónýtt, ormétið og kjarnmyglað. Tiltektin eftir hugmyndafræði frjálshyggjunar mun vera verkefni stjórnmálanna næsta áratuginn. Við munum breytast og við munum þroskast. Þetta mun ekki gerast átakalaust. Tvær eða þrjár kynslóðir sjálftölufólks hafa vaxið úr grasi og litið á samfélagið á Íslandi sem mattadorspil þar sem ríktu engar reglur.

Þetta mun breytast. Það mun taka tíma en þetta mun breytast.

22 comments On HÆTTUR Á EYJUNNI

 • Hvurnig er eignarhaldi DéVaff háttað?
  Ekki viss um að sé hvítt og tandur-hreint … þar!

  Kv.
  Eyjó

 • Thegar thu kemur aftur a skerid tha verdur komin haegristjorn.

  Thokk se gudi!

 • Skiptir svo sem ekki hvar þú ert en hættu bara ekki að skrifa.

 • Eitthvað hefur nú aldeilis skolast til hjá þeir því þetta eru furðuleg "heilræði" og eftirfarandi er slíkt kjaftæði og bull að mann rekur í rogastans – kannski hefur þetta innlegg þitt eitthvað skolast til. :

  -Breytingar eiga sér stað án átaka
  segir þú – jæja karlinn – hvaða bókmenntir hefur þú þann mikla fróðleik?!

  -Góðir hlutir gerast ekki að sjálfu sér. Slæmir hlutir gerast að sjálfu sér.
  Þvílíkt andskotans kjaftæði verð ég nú að segja.

  En far vel Frans – "sé" á DV

 • Takk fyrir mjög skemmtileg blogg, ég lít til þín á DV
  Þóra

 • Sammála þér um DV. Haltu áfram að sjá í gegnum moðreykinn.

  Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið einn helsti farvegur glæpa og siðblindu í Íslensku samfélagi. Framsókn snýst líka að verulegu leyti um þetta þótt áhrifaminni sé.

  Nú hefur stefna þessarra flokka valdi miklu tjóni í samfélaginu, ekki bara efnahagslegu, heldur einnig í formi upplausnar, firringar og ringulreiðar.

  Starfsemi þessarra flokka mun héðan af snúast að miklu leyti um að falsa söguna til að reyna að breiða yfri ábyrgð sína.

  Ég held að það sé of þungt fyrir eitt þjóðfélag að starfa með svo mikinn moðreyk. Best væri að þessir farvegir yrðu stíflaðir og fólkið sem í þeim starfaði fyndi sér nýja. Það yrði stór léttir fyrir alla.

  Ég er með hugmynd að minnismerki um Icesave. Nota hér með tækifærið til að koma henni á framfæri:

  Breytum Valhöll í minnismerki um Icesave. Klæðum húsið að utan þannig að hún líti út eins og risastór, virðulegur og traustvekjandi peningaskápur, merktur ICESAVE. Einu sinni í viku, alltaf á sama tíma, opnast þakið og upp skýst risavaxinn trúður á gormi.
  Þetta gæti orðið einn frægasti túristastaður heimsins, og þannig gefið mikið í aðra hönd. En ekki síður mikilvægt er minnismerkið fyrir okkur Íslendinga. Við þurfum að gera upp við þennan tíma og byggja upp nýtt, betra og heiðarlegra samfélag. Að breyta Valhöll í minnismerki um Icesave væri sterkur og afgerandi fyrsti leikur í uppgjörinu.

  Kveðja
  Jón Erlingur Jónsson

 • Þú hefur ekki áttað þig á að þeir leyfa bara comment gegnum facebook og við erum örugglega mörg sem erum ekki á facebook. En ef þú færð borgað á DV þá skil ég ekki þessa ákvörðun. Hreinn Loftsson vill hafa eftirlit með umræðunni og ritsstjórn DV passar að styggja ekki eiganda sinn

 • Maður uppfærir þá bara bókamerkið – og finnur þig á gáttinni (geri ég ráð fyrir). Megir þú dafna þar áfram.

  Annars þakka ég Jóni Erlingi fyrir snilldarhugmynd að minnismerki – ég er með glottið fast á smettinu eftir að hafa lesið hana.

  Breytum Valhöll í minnismerki um Icesave. Klæðum húsið að utan þannig að hún líti út eins og risastór, virðulegur og traustvekjandi peningaskápur, merktur ICESAVE. Einu sinni í viku, alltaf á sama tíma, opnast þakið og upp skýst risavaxinn trúður á gormi.

 • Farið hefur fé betra. Þú átt eftir að tapa lesendum.

 • Annar miðill, sama röddin 🙂 Takk fyrir öll þín stórgóðu skrif! Hlakka til framhaldsins.
  Hulda

 • Ekkert mál. Gangi þér vel.

 • Hef alltaf fundið einhverja Framsóknarlykt hérna á Eyjunni. DV er að gera góða hluti þessa dagana um að gera að sýna samstöðu.

 • Voðalega finnst mér gaman að fá þig yfir 🙂

 • Elti þig þangað

 • Nafnlaus kl. 12:08,
  Býrð þú á Tortola?.

 • Flott þá er bara best að byrja alltaf daginnn á DV
  Sammála DV er besta blaðið núna,
  langbesta blaðið.

  Hlakka til að lesa pistlanna þína áfram, eiginlega vildi ég sjá þig líka með sjónvarpsþátt það er eigilega komin tími til að
  Silfur-Egils fái öfluga samkeppni.
  kv,
  Heiður

 • Gott að þú ratir heim til þín Atli. Mér finnst DV vera sorpmiðill. Það er eins og þú fylgist ekki með allri fjölmiðlaumræðunni á Íslandi. Verð að segja það þar sem þú virðist algjörlega gleyma besta miðlunum…þú varst að nefna það að DV væri lang besti miðillinn en það er ekki allskostar rétt því besti miðillinn á Fróni er Viðskiptablaðið undir stjórn Björgvins Guðmundssonar.

 • Er ekki allt í lagi að taka það fram að þeir sem blogga á DV.is fá borgað fyrir það. Þar af leiðandi ert þú líklega að fá borgað f. að blogga þar líka.

  Helvítis slæmt að fá ekki upplýsingar um það þegar fólk fær borgað fyrir að blogga.

  Breytingar breytinganna vegna, eða peninganna? Maður spyr bara!

 • Slæmt að kommentakerfið hjá DV er í gegnum Facebook. Er ekki hægt að breyta því?

  Tannálfur

 • Auðvitað heitir þú Teitur. Afsakið Teitur. Mín mistök. En semsagt.

  Gott að þú ratir heim til þín Teitur. Mér finnst DV vera sorpmiðill. Það er eins og þú fylgist ekki með allri fjölmiðlaumræðunni á Íslandi. Verð að segja það þar sem þú virðist algjörlega gleyma besta miðlinum…þú varst að nefna það að DV væri lang besti miðillinn en það er ekki allskostar rétt því besti miðillinn á Fróni er Viðskiptablaðið undir stjórn Björgvins Guðmundssonar.

 • DV er langbesti fjölmiðillinn á Íslandi.

 • Ég er ekki á facebook en ég las bloggið þitt um Finn Ingólfsson og Securitas.

  Ég held að kona Finns eigi Aðalskoðun, þannig að ef menn vilja hætta að skipta við Frumherja eru þeir að setja peninginn í brjóstahaldarann, hans Finns.

  Samkeppnisstofnun heimilaði að hjónin ættu löggildingarstofnanir landsins, þetta eru jú ólíkar kennitölur.

  F

Comments are closed.

Site Footer