Hætt við álver á Bakka?Ég var rétt í þessu að lesa grein (bls 19 mán 14. júl Mogginn) eftir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sem setið hefur undir ámæli fyrir að ganga að baki kosningaloforðapakka Samfylkingarinnar um Fagra Ísland.

Ég er svo sammála grein Össurar að ég hefði getað skrifað hana sjálfur. Össur segir ” Mjög margir gera sterka fyrirvara við álver, ekki síst vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og af áhyggjum yfir að þjóðin þoli ekki of einhæfan atvinnurekstu”. -Þessu er ég algerlega sammála. -Hverju einasta orði.

Það er bara eitt sem ég fatta ekki. Eitt atriði sem stingur í stúf, einn falskur trompet í þessari glæsilegu sinfóníu réttrar breytni….

Hvað var Össur eiginlega að gera þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingu um álver á Bakka?

-Hvað í andskotanum er eiginlega að gerast? Er Össur hættur við álverið á Bakka? -Ráðherra þarf að vera skýrari. Ráðherrar eiga ekki að tala í véfréttastíl.

1 comments On Hætt við álver á Bakka?

  • Ég held að Össur hafi ekki haft um neitt annað að velja en að skrifa undir þessa viljayfirlýsingu sem var í raun framlenging á fyrri viljayfirlýsingu. Samfylkingin taldi að pláss væri fyrir eitt álver í viðbót innan losunarheimilda og það ætti að vera á Bakka. Hefði hann ekki undirritað viljayfirlýsinguna hefði Helguvík verið varanlega komin framfyrir í röðinni og Bakki nánast úr sögunni. Það hefði auk þess valdið meiri pólitískum usla og óveðri hefði hann neitað að skrifa undir.

Comments are closed.

Site Footer