HRUNKVÖÐULL SKRIFAR BÓK

Þau undur hafa gerst að Tryggvi Þór Herbertsson hefur skrifað bók í hagfræði.  Ég las innganginn úr þessari bók Tryggva og var ekkert sérstaklega hrifin.  Tryggvi skautar alveg framhjá hinum stjórnmálalega þætti í undanfara hrunsins sem er svolítið furðulegt frá akademísku sjónarhorni.

Frá pólitísku sjónarhorni er þetta reyndar alveg skiljanlegt því að Tryggvi samanofinn við hrunið, gerninga þess og eftirmála á sjálfsagt svolítið erfitt með að horfa á þessa atburði með sjálfs-gagnrýnum augum. Tryggvi spilaði nefnilega stór hlutverk í efnahagshruninu bæði sem efnahagsráðhfagi ríkisstjórnarinnar og bankastóri hjá Askar Capital og hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins í þeirri viðleitni að búa til eitthvað efnahagslegt undraland úr Íslandi.  Það er alveg óhætt að segja að Tryggvi hafi klúðrað öllum þessum hlutverkum

... -BIG TIME!

En hversvegna í ósköpunum ætti fólk að kaupa, lesa og taka mark á hagfræðibók eftir einn helsta hugmyndafræðing efnahagsóskapanna sem skóku Ísland?  Ég gæti alveg trúað því að það sé eftirspurn eftir söguskýringu sem henti Sjálfstæðisflokknum hvað varðar efnahagshrunið og ábyrgð þeirra á þeim ósköpum.  Spurningin hvort Tryggva sé alvara með þessari bók eða hvort hanns sé að fylgja lögmálum framboðs og eftirspurnar?  Það væri reyndar ekki í fyrsta skiptið sem slíkt gerðist því Tryggvi skrifaði „Mishkin-skýrlsuna“ svo kölluðu árið 2006, en sú skýrsla er eitthvað mesta skaðræðisplagg í Íslandssögunni samanlagðri.

Það má alveg segja að töluverð eftirspurn hafi verið eftir jákvæðri skýrslu um efnahagsundur Sjálfstæðisflokksins því óveðurskýin voru þá þegar farið að hrannast upp.  Skýrsla þessi, sem keypt var af viðskiptaráði fyrir morð-fjár, málaði afar bjarta mynd af efnahagsástandinu og blés á öll teikn um yfirvofandi efnahagshrun.  Afleiðingin var sú að varnaðarmerkin voru hunsuð og gefið í frekar en hitt í ruglinu sem einkenndi efnahagsbóluna.

Þessari skýrslu var gefin ákveðin gaumur í óskarsverðlaunamyndinni „The inside job“ þar sem hinn höfundur hennar, Fredrick Mishkin falsaði titilnn á skýrslunni og reyndi að fegra þessa skammarlegu skýrslu með að endurskýra hana „Financial Instability in Iceland“, en hún hét eins og allir muna, „Financial Stability in Iceland“. Þetta skammarlega atriði má sjá hér.  Ég vara viðkvæma við því annað eins hugleysi er vandfundið á al-netinu. Niðurstaða téðrar óskarsverðlaunamyndar, var að akademískt hórarí, var ein af ástæðum efnahagshrunsins.  Akademikerar voru barasta keyptir til að skrifa eitthvað pepp fyrir of-fjár.

Ég verð bara meyr, hörundsár og reiðin bullar í mér, þegar ég hugsa um svívirðuna sem skoðanasala er.  Skoðanasala er ekki bara „mannlegur harmleikur“ (eins og íhaldið kallar það þegar einhver af þeim gerir eitthvað slæmt) heldur miklu meira. Skoðanasala er í sjálfu sér árás á einstaklinginn en skoðanasala á háskólastigi er árás á svo miklu meira.  Skoðanasala á háskólastigi er árás á alla hina akademísku hefð.

-Hvorki meira né minna.

Nú er bannað að segja að ég sé að kalla Tryggva Þór Herbertsson skoðanasölumann.  Ég er ekki að því.  Ég er einungis að benda á þá staðreynd að akademíkst hórarí var ein af megin ástæðum efnahagshrunsins og gaf græðgis-geðveikinni einskonar löggildingu.  Hugsum okkur nú aðeins ef að akademían hefði varað sterklega við aðvífandi efnahagshruni, öskrað, sparkað og látið öllum illum látum.  Þá hefði skaðinn orðið minni.

Ég gef lítið fyrir yfirbót Tryggva við þessari skýrslu því hann átti að vita betur.

Ég spyr mig í forundran hversvegna Tryggvi Þór Herbertsson er eitthvað átorítet þegar kemur að hagfræði?  Er til hroðalegri ferill en sá sem Tryggvi hefur fetað?  Efnahagsráðgjafi hruns stjórnarinnar.  Bankastjóri gjaldþrota banka (fór á hausinn tvisvarsinnum, sem er dæmalaust), höfundur skaðræðisskýrslunnar 2006 og hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum fyrir hrun.

Ef Tryggvi bætti við „…og mannæta“ við ferilskrá sina, yrði hún ekkert mikið hræðilegri.

Ef við skiptum út orðinu hagfræði fyrir verkfræði, myndum við hlusta á verkfræðing sem ber lofaði og prísaði byggingu sem reyndist ónýt og hrundi með óskaplegum skaða?   Myndum við mæta á fyrirlestur um siglingafræði hjá skipstjóra Exxon Valdez?

Ég spyr mig í forundran hversvegna eiga Íslendingar að taka mark á skrifum manns sem hefur sýnt með skelfilegum afleiðingum að þegar á hann er hlustað, endar það með ósköpum.

-o-o-o-

Ég er svo illgjarn og ófullkomin að mér finnst að aðalspilarar efnahagshrunsins ættu bara að halda sig til hlés í uppbyggingu samfélagsins.  Mér finnst það í alvörunni.  Ég gef ekkert fyrir „dýrmæta reynslu“ og „kraft frumkvöðulsins“ þegar kemur að fólki með miljarða-tuga gjaldþrot á bakinu.  Ég vil bara sjá nýtt fólk og mér finnst bera vott um skort á sómatilfinningu þegar hrunkvöðlar þykjast allt í einu núna vita hvað sé best fyrir Ísland.

Þau fengu sitt tækifæri á því að sanna sig og klúðruðu því.

Site Footer