Hreðjatak í Bónus.

Mesta ruglið í málinu kringum Haga er það sem aldrei er talað um. Það er einblínt á afskriftir Haga upp á 25 eða 50 þúsund miljónir (sem lenda á ríkisbankanum Arion/Kaupþing).

Þetta er ekki mesta ruglið.

Mesta ruglið er að matvörudeildir Haga eru með 60% af matvælamarkaðinum á Íslandi. Svo er verið að díla með þetta fyrirtæki eins og þessi 60% markaðshluteild sem eitthvað sem er óbreytanlegt og í raun, stærsta „eign“ fyrirtækisins.

-Fattiði?

Það er eins og þeir sem eru að skipta hræinu á milli sín gangi út frá því að þessi 60% séu óbreytanleg og vilja sjálfsagt auka markaðshluteildina ennfrekar.

Meinið við allt þetta mál eru þessi 60%. Þetta er algerlega óviðunandi markaðshluteild í siðuðu samfélgi. Nauðsynlegt er að skipta upp matvæla-deild Haga þannig að tryggt sé að ekkert fyrirtæki (Hagkaup – Bónus – 10/11) séu ekki með meira en 10% markaðshluteild og séu EKKI í eigu sömu aðlila eða tendra aðila.

Jóhannes Jónson í Bónus benti á þetta sjálfur í snjalliri grein áður en hann eignaðist Hagkaup. Svona ástand leiðir til hærra vöruverðs, neytendum til óhagsbóta.

Það sem þarf að gera (ef að það er ekki orðið of seint) er að láta þennan Aríon-banka skipta upp hræinu og selja í pörtum. Jón Ásgeir og Jóhannes gætu þar að leiðandi keypt sér einhvern hluta ef þeir eiga þá peninga fyrir slíku.

Ótækt er að þessir kónar haldi hreðjataki sínu á íslenska matvælamarkaðinum.

Það er útbreidd lygi að það sé samkeppni þegar tvö fyrirtæki keppa á markaði og eru í eigu sama aðila. -Það segir sig sjálft.

Ég man eftir einhverju dæmi þegar einhver forstjóri sem var nýbúín að kaupa samkeppnisaðilan, hélt því fullum fetum fram að „enn sem fyrr, ástundum við blóðuga samkeppni“. -Þetta er bara lygi.

-o-o-o-o-o-

Sóknarhugmynd númer 5 af 100.

Búum til almennilegt samkeppnisumhverfi á matvælamarkaði. Það leiðir til lægra vöruverðs og betri þjónustu. Heftum risana og fáum fleiri búðir í leikinn.

2 comments On Hreðjatak í Bónus.

 • Sæll Teitur.

  Takk fyrir gott blogg og oft á tíðum beitt.

  Líkurnar á því í okkar einkavina hagkerfi að Högum verði skipt upp í nokkrar eininga í eigu mismunandi aðila eru litlar sem engar. Það er því miður hinn kaldi raunveruleikinn sem við lifum við.

  Mbk. Gunnlaugr

 • Þetta er allt saman frekar skrýtið.

  Hvað ætlar bankinn sér að gera með minnihlutaeign í Högum? Minnihlutaeign í óskráðu fyrirtæki, sem er eins margbrotið að uppbyggingu og Hagar er einskis virði. Eigendurnir geta sópað til sín öllum hagnaði gegnum tengd félög án þess að minnihlutinn fái nokkuð að gert.

  Nema það sé hluti af plottinu. Högum verði skipt upp 60/40 eftir endurfjármögnun.

  Ef ekki, þá er óskiljanlegt að bankinn skuli hafa skrifað upp á þetta samkomulag sem feðgarnir hanga núna á eins og hundur á roði.

Comments are closed.

Site Footer