HÓTEL BORG

Hótel Borg á 80 ára afmæli í dag. Þessu ber að fagna með afmælisbarninu með ósk um fróma framtíð. Byggingin sjálf er eitt fegursta hús Reykjavíkur, á besta stað og sannarlega bæjarprýði. Sem Reykvíkingur og miðbæjarmaður, þá hefur Hótel Borg átt sinn sess í minningunni. Þarna var vagga punksins ásamt Kópavogsbíó. Goðsagnakenndir punk-tónleikar áttu sér stað í stóra salnum. Hænum var slátrað þar sem núna eru sötraðir sorbei-ar.

Það var líka á Hótel Borg sem ég heyrði fyrst electróníska danstónlist, og kallaðist Acid-house. Nóri félagi okkar var orðinn skemmtanastjóri á Borginni, og sem trendsetter og tískusbylgusvampur, var hann fljótur að kynna þessa tónlist inní þurrmorkna tónlistarsenuna.

Síðan þá, hef ég aldrei verið samur og hlusta nánast á ekkert annað en electro af ýmsum gerðum. Eina stílbrotið frá þessari reglu er gamall hár-metall sem ég er alltaf svolítið veikur fyrir Mötley og KISS. . . . . Ekki má gleyma System of a Down, Pantera og Slayer.

Það eru margar minningar sem tengjast Borginni. Einu sinni var reksturinn í molum og hótelið til sölu. Alþingi sá sér leik á borði og ætlaði að kaupa alla bygginguna fyrir skrifstofur þingmanna! Sem betur fer keypti Tommi í Tommaborgurum húsið áður en það gat orðið að veruleika, Guðrúnu Helgadóttur til ómældrar gremju. Hún var (og er?) af þeirri sort vinstri manna sem ég hef hvað minnsta trú á. Það var í hennar tíð sem forseti Alþingis að hugmyndir voru uppi um sérstakt ríkis-dagblað sem átti að flytja fréttir til þegnanna.

Ég vona að Hótel Borg dafni og vaxi næstu 80 ár, Reykvíkingum til yndis og ánægju, héðan í frá sem endranær. Mér skilst að það sé opið hús á Borginni milli 14 og 16 í dag Sunnudag.

9 comments On HÓTEL BORG

 • Ójá, víst átti Hótel Borg sinn þátt í þeirri bylgju rokktónlistar sem reis um 1980 og best er lýst í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Það kom nokkuð á óvart, því staðurinn hafði verið staðnaður og dauður næstu misseri á undan en gekk þarna í endurnýjun lífdaga. Reyndar var það rokkið, frekar en beinlínis pönkið, sem átti bækistöð sína á Borginni (nokkrir tónleikar/böll Egós eru enn í dag eitthvað þéttasta rokk sem ég hef á ævinni upplifað – en þó var ég þarna á ýmsum viðburðum sem vel gátu flokkast sem pönk. En hænudráp Bruna BB átti sér ekki stað þar, það gerðist í húsnæði Nýlistasafnsins.

  Illugi Jökulsson

 • Þetta hænudráp var nú umdeilt. Get ómögulega séð dýraníð sem hápunkt tímabilsins

 • Furðulegt að Melarokkið hafi ekki verið endursýnt. Kannski því hafi verið hent.

 • Guðrún Helgadóttir var fín. Sannur sósíalisti frá þeim tíma þegar vinstri menn voru vinstrimenn en ekki einhverjar esb-vöfflur eins og í dag. Borgin annars alltaf flott átti þar nokkra góða vangadansa með Bakkusi í denn þeim mikla sjarmör.

 • Ó Borg mín Borg hversu oft hef ég ælt á gólfið þitt en sjaldan eins mikið og kryddsíldar Ernir sem finnst ölið gott.

 • Guðrún Helgadóttir er alvöru vinstrimaður ekki dulbúin hægridrusla eins og Samfylkingin

 • Gugga Helga stórflott með Jón Odd og Jón Bjarna meðan Samfylkingin skartar Jóni Ásgeiri og Jóni díler

 • Skemmtilegur pistill, Arnór heitinn vinur okkar sameiginlegur (þó ég þekki þig ekki), var einn af þeim sem átti hlut að mínu uppeldi. Honum gekk þó kannski betur með mig en þig því að ég sagði alveg skilið við flösu-rokkið og hef eytt meiri hluta starfsferils míns í að spila elektró tónlist fyrir landann. Ég las þó Dirt e. Neil Strauss sem var frábær skemmtun.

  Kærar elektrókveðjur

 • Mikið rétt. Sannur sósíalisti og alvöru vinstrimaður þegir um spillingu í eigin ranni. Þögnin er ærandi.

Comments are closed.

Site Footer