The horror…The horror…

Japanskt yen er komið upp í 1,3079 IKR, var 0,48 í fyrrasumar.

Maður sem tók 40millj ikr lán þá í yenum, skuldar nú 108millj ikr …

Það var nokkuð algengt að fólk væri að taka húsnæðislán í yenum.

2 comments On The horror…The horror…

 • Hér er grein af http://www.andriki.is:

  Hinn 19. febrúar á síðasta ári fjallaði Morgunblaðið um fjármál fjölskyldunnar. Blaðið leitaði ráða hjá Vilhjálmi Bjarnasyni viðskiptafræðingi, húsbyggjanda og formanni félags fjárfesta um hvaða húsnæðislán væru nú heppilegust. Um lán í erlendri mynt sagði Vilhjálmur:

  Mér finnst hræðsluáróður íslensku bankanna um að Íslendingar verði að hafa tekjur í erlendum myntum undarlegur því öll höfum við tekjur í íslenskum krónum sem fylgja erlendum myntum þegar til lengri tíma er litið. Þær leiðbeiningar bankanna um að viðkomandi lántakandi verði að hafa tekjur í erlendum gjaldeyri til að geta tekið erlent lán eru að hluta til réttar, en byggjast á því að viðkomandi einstaklingur sé asni. Sá hinn sami hlýtur að geta stýrt fjármálum sínum og notfært sér í ofanálag lægri vexti í erlendum myntum en bjóðast hér heima.

  Síðan Vilhjálmur veitti þessi ráð hafa erlendar myntir snarhækkað í verði. Þeir sem fóru að ráðum Vilhjálms eru í hrikalegri stöðu. Lánin og afborganirnar hafa hækkað um 50 til 100% en eignirnar eru í frjálsu falli. En eins og Vilhjálmur orðar það þurfa menn að vera asnar til að lenda í vandræðum með þessi lán. Hér eru mín heilræði en ef þú ferð eftir þeim og lendir í vandræðum ertu asni.

  Í viðtali Morgunblaðsins við Vilhjálm húsbyggjanda kemur jafnframt fram að hann hafi ákveðið að taka sjálfur húsnæðislán í svissneskum frönkum. Blaðið segir raunar að Vilhjálmur ætli að „veðja á svissneska frankann“ og má segja að það sé ekki algalið orðalag um athæfið. Vilhjálmur segir svo:

  Svissneski frankinn stendur í dag sterkur og gæti því lækkað og vextir eru fremur lágir. Mér sýnist að ef ég yrði svo fyrir 7–8% áfalli myndi ég vinna það upp á einu til tveimur árum miðað við það að taka lán í íslenskum krónum og hugsanlega hafa ávinning eftir það.
  Gengistryggð lán eru hugsanlega léttari af því gefnu að menn taki lánin á réttum tíma, en þá þurfa þeir að gera svona stúdíu, eins og ég er nýlega búinn að gera á lánamarkaðnum fyrir mig persónulega.

  Frá því Vilhjálmur gerði sína stúdíu á markaðnum og ákvað að taka fasteignalán í svissneskum frönkum hefur frankinn hækkað um 85% gagnvart krónunni. En þar sem Vilhjálmur er væntanlega enginn asni hefur hann sjálfsagt snúið sig út úr því með einhverjum ráðum.

  A

 • Gengi Y er nú komið í 1,3266. Lánið í dæminu er komið upp í 110.550.000.

Comments are closed.

Site Footer