HÖRMULEG AÐSÓKN Á EVRÓPUVAKTINA

Blogggáttin er ágætis tæki til þess að reikna út aðsókn á mismunandi vefsvæði á Íslandi.  Hérna eru vinsælustu bloggararnir 2011.Jónas er með 11,7 % allra klikka sem fara í gegnum Blogggáttina.  Egill Helgason með 10,2%  Þess ber að geta að blogggáttin mælir bara heimsóknir í gegnum Blogggáttina en eigi að síður gefa aðsóknartölur á Blogggáttinni ágætis mynd af raunverulegri umferð.

Ég hef svolítið verið að spá í þessu Evrópuvaktin sem haldið er út af Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni.  Evrópuvaktin fékk nefnilega 4.5 miljón króna styrk frá Alþingi til þess að kynna málstað andstæðinga ESB vegna mögulegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB samning.  Þessi styrkur  er hinn furðulegasti og var m.a notaður til þess að greiða yfirvigt fyrir Björn Bjarnason eftir „shopping spree“ í Evrópusambandinu. Aðsóknartölur fyrir Evrópuvaktina eru hinar hörmulegustu.

Evrópuvaktin – Í pottinum 0,07%
Evrópuvaktin – Stjórnmálavaktin 0,06%
Evrópuvaktin – Leiðarar 0,04%

Þetta þýðir að heimsóknir á hverja færslu Evrópuvaktarinar eru mældar i tugum, ekki hundruðum.  Ég gæti best trúað því að stór hluti þessara sárafáu heimsókna, sé komin frá Evrópuvaktarmönnum sjálfum.  Það þarf jú að tékka af blogg, leiðrétta villur, laga myndir osfr.  Það telur allt.

Setji maður þessar hörmulegu aðsóknartölur í samhengi við miljónastyrkinn sem Evrópuvaktin fékk, verður myndin ennþá kjánalegri.  Það má nefnilega alveg deila þessum styrk niður á hverja heimsókn.  Það væri sannarlega fróðlegt að sjá hvað Alþingi Íslendinga borgi hverjum lesenda fyrir að lesa um ævintýri Björns Bjarnasonar í Evrópusambandinu

Site Footer