Höfðubeina og spjaldhryggsmeðferð.

Óhefðbundar lækningar hafa alltaf valdið mér heilabrotum. Margir virðast leggja meiri trúnað á ráðleggingar lithimnulesara en spenglærðra lækna. Þetta þykir mér ferlega undarlegt Þetta mikla traust íslendinga á óhefðbundnum lækningum minnir mig alltaf á vinkonu mína á Húsavík. Hún kann fjölmörg trikk til að bæta heiminn og er endalaus uppspretta allskonar húsráða. Dæmi um það er þegar rúðuhreynsivökvi er keyptur á heimili hennar -er hann umsvifalaust betrumbættur með dassi af hárbalsam -enda miklu betri þannig. Ég get ekki varist þeirri hugsun að hundruðir eða jafnvel þúsundir hámentaðra starfsmanna risafyrirtækisins Proctor & Gamble hafa lifibrauð sitt af því að betrumbæta rúðuhreinsivökva. -Þessi vinkona mín á Húsavík gæti hæglega gert þetta fólk atvinnulaust ef hún gerði trikkið með hárbalsamið opinbert. -Satt best að segja gæti best trúað því að ef balsamtrikkið virkaði, þá væri það í rúðupissinu nú þegar. Þetta er svipað með óhefðbundar lækningar. Ef þær virkuðu svona vel, hví eru þær ennþá flokkaðar sem “óhefðbundar ”? Lyfjaiðnaðurinn sem rekin er áfram af stálkaldri peningahyggju (ef einhver vissi það ekki) væri fyrir löngu búin að gera óhefðbundnar lækningar að féþúfu ef þær virkuðu.

Hér eftir koma stórkostlegar fullyrðingar óhefðbundinna lækna.

  • Maður í efra breiðholti mun framleiða lyf gegn þunglyndi í eldhúsinu heima hjá sér
  • Kona sem er “óstaðsett í hús” skv. þjóðskrá, læknar kvilla sem stafa af ósamþættingu lífsorkukerfa líkamans. kvillarnir eru allt frá tíðarverkjum til svæsnustu afbrigða Alnæmis.
  • Maður í nágrenni Reykjavíkur mun geta læknað fólk af krabbameini.

Ég hef ekki eina einustu trú á staðhæfingum þessara einstaklinga og hef ýmugust á þeirri starfsemi sem gerir út á bágindi fólks og heilsuleysi. Eitthvað það ljótasta sem fyrirfinnst í samfélaginu okkar er þegar kuklarar hafa fé af dauðvona fólki.

Nýjasta æðið í óhefðbundum lækningum er svokölluðu höfuðbeina og spjaldhryggs meðferð. meðferðin er fólgin í þvi að sjúklingurinn er látinn liggja á bekk meðan höfðubeinasérfræðingurinn fer fimum h öndum um höfðubein og spjaldhrygg sjúklingsins. Lykilatriði er að beita ekki miklum þrýstingi heldur nota eins lítin kraft og unnt er. Höfðbeina og spjaldhryggs meðferð á að lækna allt frá lestrarörðugleikum til heila og mænuskaða. Þar sem ég var nýbúin að frétta af norskri rannsókn um gagnsleysi höfðubeina og spjaldhryggsmeðferðar, vakti þessi starfsemi forvitni mína. Ég kynnti mér málið og komst að óvæntri niðurstöðu. Ég hafði nefnilega talið mér trú um að það væru höfðubeina og spjaldhryggs sérfræðingarir sem hefðu fé af almenningi með þessu fitli sínu við spjaldhryggi og höfðubein samborgara sinna. En viti menn: það er verið að ræna ræningjana! Það eru 2 skólar (hér og hér) sem útskrifa fólk með höfðubeina og spjaldhryggs meðferðar gráðu. Eiginlega 3 því það er einnig hægt að nema svokallaða “Bowen tækni” sem er keimlík höfðubeina og spjaldhryggs meðferð. Samtals hafa þessir höfuðbeinaskólar útskrifað um það bil 440 nemendur. Ef gert er ráð fyrir að nám í höfðubeinalækningum kosti 250 þúsund (tala sem er varlega áætluð) þá hafa þessir skólar kostað nemendur sínar eitthundraðogtíumiljónir króna. Nemendunum er síðan sífellt boðið upp á að bæta við þekkingu sína og ástunda framhaldsnamskeið sem eru óheyrilega dýr.

Stóru peningarnir í höfðuðbeina og spjaldhryggsmeðferð felast því ekki í að herja á höfðubein samborgara sínna. heldur í að stofna skóla og kenna höfðubeinafræðin. Enda eru skólarnir þrír. .Og talast að mér skilst ekki saman nema í gegnum lögfræðinga.

Það sem er hvað ógeðfeldast varðandi óhefðbundar lækningar í dag er áherslan á börn. Boðið er upp á sérstakar meðferðir ætlaðar börnum, ungbarna heilun, ungbarna höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun, ungbarna þetta og ungbarna hitt. Þarna er oft og tíðum verið að beina spjótum að foreldrum veikra barna, sem í örvæntingu sinni gera hvað sem er fyrir börnin sín.

Það er örugglega stutt í það að innan skamms verði farði að bjóða uppá höfðubeina og spjaldhryggmeðferð fyrir aldraða sem hefur sérstaka virkni gegn minnisglöpum og stuðlar að langlífi. Hvað með höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun gegn getuleysi? Er það ekki handan við hornið eða er það þegar komið? Það þarf varla að taka fram að þessi meintu höfuðbeina og spjaldhryggsvísindi eru ekki viðurkennd af neinum háskólum, ekki kennd í neinni stofnun sem vill láta taka sig alvarlega og ekki hefur verði sýnt fram á þrátt fyrir verulegar rannsóknir að höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð geri nokkuð einasta gagn. Ég endurtek: Ekki eitt einasta gagn! Eina gagnið sem höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð virðist gera er að veita fáum útvöldum velborgaða og þægilega innivinnu.

2 comments On Höfðubeina og spjaldhryggsmeðferð.

  • Þú ert ekkert að skafa utan af hlutunum. Þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala, sá sem trúir…….

  • Nú, er eitthvað rangt í greininni? Endilega leiðréttu mig. Ég lofa þér 50 þús króna verðlaunum auk óoppnaðrar SPUR flösku ef þú getur bent mér á einhverjar viðurkenndar rannsóknir sem sýna fram á virkni „meðferðarinnar“!! Hugsa samt að þú gætir fengið meira fé annars staðar fyrir slíka stórfrétt!

Comments are closed.

Site Footer