HEIMSÓKN Í GAUKSHREIÐRIÐ ÚT Á GRANDA

Í síðustu viku fór ég með Ingunni á kaffihúsið Coocoo’s nest.  Það er út á Granda og mun vera „the buzz of the town“ þessa dagana.  Við biðum í smá stund eftir borði og pöntuðum okkur frábær egg og meðlæti.  Ég fékk mér kaffi sem var ágætt.

Það hefur verið gaman að sjá hvernig Grandinn hefur breyst á nokkrum árum úr frekar súrum skúrum yfir í flott veitinga og safna hverfi.  Algjör umturnun sem ég er viss um að flestir fagni.  Coocoo’s nest er við hliðina á hinni goðsagnakenndu ísbúð, Valdís.   Frekar framaralega í lengjunni, skáhalt á móti Kaffivagninum.

Þetta er mjög smart staður og maturinn frábær.  Það er mikið lagt upp úr góðu hráefni og það er að skila sér.  Maturinn er þannig og erfitt að útskýra það frekar. Það bara sést og finnst að allt hráefni er fyrsta flokks. Maturinn er alls ekki venjulegur eða leiðinlegur heldur frumlegur og spennandi.  Það var þó ekki bara maturinn sem vakti athygli mína því á veggjunum var sýning sem er allra athygli verð.

Um er að ræða teikningar af kattardýrum þar sem listamaðurinn sleppir sér í allskonar munstrum og flottheitum.  Þetta eru tæknilega mjög vel unnar myndir og ljóst að teiknarinn kann sitt fag.  Hérna eru upplýsingar um Gison Snæog hérna er instagram-síðan hans.

 

Óhætt að mæla með þessum myndum og heimsókn í Gaukshreiðrið.

IMG_20150322_114756

IMG_20150322_114826

IMG_20150322_121953

IMG_20150322_114841

IMG_20150322_114819

Site Footer