UNDARLEGUR VERÐMUNUR

Þegar Elkó opnaði fyrstu verslun sína á Íslandi árið 1998 markaði það tímamót í verslunarsögu landsins.  Sennilega ekki ósvipað og þegar fyrsta pítsan kom brakandi út úr ofninum á Horninu tuttugu árum fyrr.  Ég alveg viss um að þessi tímamót hafi verið til bóta fyrir alla Íslendinga.  Pitsur eru frábærar og risamarkaðir með raftæki eru það líka.  Á tímarit.is má lesa um að lækkun í kjölfar opnunar Elkó var á bilinu 20 – 40 prósent. Hafi upphrópunin „Bravó“ átt einhverntíman við, væri það sannarlega í þessu samhengi. Kosturinn við risa-verslunarkeðjur er að þær ná hagstæðum innkaupum fyrir vörurnar sínar  sem eru svo seldar með lágri álagningu.  Þetta þýðir að verð til neytenda er almennt lægra en hjá smærri búðum.  „Hagkvæmni stærðarinnar“ er þetta kallað en ég hef sjálfur töluverðar efasemdir um innihald frasans en það er efni í annað blogg.  „Hagkvæmni stærðarinnar“ ætti a.m.k að virka í praxis. Elkó er eftir því sem ég kemst best, hluti af stærra apparati sem heitir Elgiganten og er upprunalega frá Danmörku.  Elgiganten er svo hluti af enn stærra apparati sem heitir Dixons Carphone.   Nú er þessi saga svolítið snúin með endalausum samrunum og þessháttar en aðalatriði sögunar er samt sem áður að þessi

4 comments

SKRÓPAÐ Í BEINNI ÚTSENDINGU

Hún var svolítið sérkennileg tillagan hennar Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að sjónvarpa ætti öllu sem fer fram í nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar.  Ástæðan mun vera að Mörtu  sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, blöskrar meint ógagnsæi borgarkerfisins.  Þetta er gott og blessað.  Ég held reyndar (en þetta er bara mín tilfinning) að gagnsæiskrafa Mörtu eigi sér rót í almennri andúð Sjálfstæðismanna á “bákninu” og útvörpun á fundum sé til þess gert að hneyksla borgarbúa með því að varpa ljósi á “báknið” og þær meinsemdir sem það nærir. Hérna er punkturinn sem mig langar að skilja eftirÞetta er reyndar stef inn í hægrinu þar sem “báknið” er vont og meira og minna öll spekin að baki hægri pólitík vinnur að niðurrifi þess og sundurhlutun.  Íslenska afbrigðið er svo að láta einhvern úr stuðningsklúbbi Sjálfstæðisflokksins fá hlutverkið sem rifið var af, sér til vegsemdarauka.  Þetta er almannarómur og óþarfi að tíunda frekar. Útvörpun eða sjónvörpun frá nefndum og ráðum Reykjavíkur er ekkert galin hugmynd.  Núverandi kerfi er hefðbundið form þar sem efni fundanna er ritað niður eftir ákveðnum reglum og svo kvitta fundarmenn undir að rétt sé farið með.  Vissulega má segja að þetta sé “gamaldags” en ég held að þetta kerfi

0 comments

ÖRLÍTIÐ UM HEIMSKU

Ég heyrði tvo menn tala saman í heitapottinum á dögunum.  Það var mjög merkilegt.  Ég hlustaði með ákafa.  Þetta er reyndar kosturinn við heitu pottana.  Maður getur ýmist blaðrað eða hlustað. Ég hlustaði. Þeir voru að tala um Donald Trump eins og allir.  Þetta voru “venjulegir” menn.  Meðalstórir. Meðalþéttir og meðal jafningja þarna í grunnapottinum.  Þeir voru að tala um Trump og sögðu hann sannarlega vera ruglaðan og hættulegan og svona og hinsegin en voru samt alveg vissir um að Trump hefði nú ýmislegt til síns máls og hefði aðgang að leyniupplýsingum og þessháttar.  Voru svo alveg sammála um að þeir hefðu kosið Trump -hefðu þeir þess kost- því frú Clinton væri miklu verri en tuttugu Trumpar sem staflað væri upp réttsælis.  Fjölmiðlar væru hluti af gyðinga-samsæri og eitthvað. Þetta blaður kom mér ekki á óvart.  Það hefði átt að gera það, en ég þekki orðið gargið í bjarginu og veit nokkurn vegin við hverju má búast.  Það er fullt af fólki sem talar svona.  Mótmælir staðreyndum.  Rís upp gegn sannindum og blæs út moðreyk við hvert einasta, örsmáa og ómerkilegasta tækifæri. Nú er ágætt að halda einu til haga. Vitlausar staðhæfingar og hæpnar fullyrðingar eru hluti af umhverfinu okkar.

0 comments

ADIDAS EÐA PUMA – HVAÐ FINNST ÞÉR?

Frasinn „Við lifum á spennandi tímum“ er allt í senn útjaskaður, þreyttur, sloj og sannur. Samfélagsmiðarnir hafa umbyllt fjölmiðlun með frábærum og skelfilegum aðfleiðingum.  Það var mjög athyglisvert að fylgjast með þegar athugasemdakerfin voru að festa sig í sessi sem „skemmtileg viðbót“ í fréttaflutningi, að þá sást greinilega að hinir ríku og völdugu og sterku. . . . valdastéttirnar í samfélaginu

0 comments

Site Footer