kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

HEIM AFTUR

Ég fór til Íslands í þann 8. maí. Erindið var tvíþætt. Annarsvegar að vera kynnir á Skjaldborgarhátíðinni 2008 og svo að setja upp eldhúsinnréttingur fyrir mömmu og Ottó. Allt þetta gékk vel og nú er ég komin heim til Svíþjóðar. Bessi og Leó tóku fagnandi á móti mér. Ég var þreyttur eftir flugið enda hafði vaknað kl 03 og lítið sofið nóttina áður. Ég fór því snemma í háttinn. það er svolítið skrýtið að fara aftur í fæðingarorlofstempóið eftir hasarinn á Íslandi. Núna er ég s.s komin aftur við skjáinn og byrjaður að blogga eins og fyrr. Ég ætla að reyna að massa upp svolítið öflugt blogg og fá hvort í senn gremju minni og gleði útrás með þessum skrifum. Bloggið er nefnilega svolítið sniðugt hvað þetta varðar.

 

Synir mínir. Bessi og Leó.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer