Hátækni er til fyrirmyndar.

Ég fór með símann minn í viðgerð í gær. Hljóð-neminn í honum var eitthvað bilaður. Ég heyrði í andstæðingnum en hann ekki mér, sama hvað ég æpti. Hátækni heitir þjónustuaðili Nokia og er með aðsetur í Vatnagörðum. Þangað fór ég keikur og setti símann í viðgerð. Mér var tjáð að það væri sennilega hægt að gera við símann. það voru góð tíðindi því síminn minn er barasta ágætur hvernig sem á hann er litið. Hefur sparað mér ófá gremjuköstin í umferðinni í Gautaborg en síminn þessi er þeirrar náttúru að hann er með GPS-tæki inn í sér og vísar mér leið um öngstræti stórborgarinnar með þýðri röddu sjónarpsstjórans á Skjá einum.

Sama dag var hringt í mig heim til mömmu og mér tjáð að síminn væri tilbúin. Ég sótti hann og þá kemur í ljós að hann var í ábyrgð! Tölvukerfi Nokia keyrir alla skandinavíu saman þannig að ekki skiptir máli hvar síminn er keyptur.
Þjónustan var til fyrirmyndar, ljúf, hröð, fumlaus, upplýsandi og þægileg.

6 comments On Hátækni er til fyrirmyndar.

 • kann betur við þig kvartandi!

 • Það er ekki sama hægt að segja um Apple-umboðið. Það festist niðri takkinn á músinni á Labtopinum mínum sem ég gat ómögulega náð aftur upp án þess að hafa á hættu að skemma eitthvað. Fór því með hana uppeftir og bað þá fallega hvort þeir gætu ekki opnað tölvuna fyrir mig og losað takkann, slíkt gæti varla tekið langa stund. Nei, var svarið. Ég þyrfti að fara í röð eins og allir og lágmarksbiðtími var 15 dagar. Þar sem tölvan er mitt vinnutæki gat ég ekki beðið svo lengi en var bent á hraðþjónustu sem kostaði 15 þús. kr. aukalega en tæki aðeins 2-3 daga. Á þetta varð ég að sættast. Innan hálftíma var hringt og takkinn hafði verið losaður og úr veski mínu voru losaðar 18 þús. kr. Ömurleg þjónusta.

  Guðmundur

 • gott að heira verstu kaup sem ég hef gert voru í no(mor)kia síma í dírari kantinum bilaði daginn eftir og fór í hátækni (lág kurteisi) og beið í röð í 20 mínótur flestir á undan mér voru að kvarta undan þjónustunni þegar kom að mér var mér tjáð að þar sem ég hefði skemt símann viljandi eða af gáleisi gæti ég athugað með hann eftir 3 vikur, þá komst ég að með að síminn væri 20 klst. gamall jæja komdu á morgun var svarið. en þetta var bara byrjunin 2 vikum seinna hætti skjárinn að virka fór aftur í lákurteisi og nú var síminn orðinn það gamall að ég hlaut að hafa eiðilagt hann t.d. með vatni ég spurði þá hvurt mann gæti skemst ef hann væri í eldhúsinu á meðan væri vaskað upp já var svarið eftir mikið vesen og hvartanir (forstjórinn vildi fá nafnið á móttakaranum á verkstæðinu) var skipt um allt inni í símanum og tveir aðrir sem ég þekki fengu sömu meðferð einn gaf mér bilaða símann sinn
  kv. Tryggvi

 • Tek undir með Tryggva með ákaflega lélega og fráhrindandi þjónustu. Mun forðast Nokia eins og hægt er.

 • Einhvern tímann er allt fyrst, hef aldrei heyrt neinn lofa Hátækni. Ég held að það sé vanfundið fyrirtæki þar sem starfsmenn hafa jafnlitla þjónustulund og konurnar í afgreiðslunni.

  Svo á Hátækni ekki lofið skilið eftir allt saman, heldur Nokia.

  -Ingvar

 • Þjónusta er mjög einstaklingsbundin. Fólk með skapgerðargalla er jafn óþolandi hvort heldur þú situr til borðs með því eða þiggur þjónustu þess. Ekki er alltaf víst að starfsmenn átti sig á þeim skaða sem þeir valda fyrirtæki sínu með lélegri þjónustu. Slíkt spyrst út og það er marg sannað að máttur orðsporsins vegur þyngra en nokkur auglýsing.

  Sveinbjörn

Comments are closed.

Site Footer