Ég fór í viðtal í Harmageddon á þriðjudaginn til að ræða blogg sem ég skrifaði um „bjór-í-búðirnar-málið“ sem er svo skelfilega niðurdrepandi leiðinlegt
Hérna er viðtalið.
Við fórum svolítið bratt yfir þetta. Tókum fyrir klám, vændi, kannabis, og þá hrópandi staðreynd að samfélagið okkar á í engum vandræðum með að banna eina hættulega vöru, en leyfir sölu á annari hættulegri vöru án þess svo mikið sem að staldra við um stund. Tóbak er leyft, en bjór í verslunum veldur miklum titringi.
-Hvað er það eiginlega?
Mér þótti ég koma ágætlega frá þessu en það er samt alltaf furðulegt að heyra eigin rödd í útvarpinu. Mér finnst ég tala eins og gúmmíönd.
Nóg um það.