HALLDÓR ÁSGRÍMSSON LAUG

Merkilegasta frétt síðast liðinnar viku eru afhjúpanir á leyniskjölum frá Íslandi í kringum stuðninginn við Íraksstríðið. Þar kemur algerlega í ljós að stuðingurinn var ekki af siðferðislegum toga, eins og haldið var fram, heldur var hann notaður sem skiptimynt til þess að reyna að fá Bandaríkjamenn til þess að hætta við að leggja niður herstöðina í Keflavík.

Þetta stendur bara svart á hvítu.  Í stórgóðri frétt um leyniskjölin í Fréttatímanum er leyniskjalið birt óstytt.  Þar stendur:

Ef að þetta er ekki „smoking gun“ þá eru byssur ekki til.  Það sem er áhugavert í þessu samhengi að þegar á þessu öllu gekk, þá komu auðvitað þessi augljósa staðreynd fram, en henni var alltaf neitað og ekki bara einu sinni.  Heldur margoft af íslenskum yfirvöldum og Utanríkisráðuneyti Halldórs Ásgrimssonar með Björn Inga Hrafnsson sem talsmann.  Það eru til urmull af prentefni þar sem þessar lygar eru áréttaðar og heilu klukkutímarnir af sjónvarps og útvarpsefni þar sem þessum lygum er afneitað.

Nú er semsagt komið í ljós að þetta var allt satt, eins og reyndar allir sáu.  Stuðningur Íslands við innrásina í Írak var notaður sem skiptimynt í þeirri von að viðhalda hinni mjög svo umdeildu herstöð í Keflavík.

Þess verður að geta að Halldór Ásgrímsson, sá sem varði lygarnar sem „óhróður“ og sagði þetta tiltekna stríð vera ólíkt öðrum stríðum þar sem „það væri háð af mannúðarástæðum“ er nú í toppstöðu hjá norrænu ráðherrranefndinni og yfirmenn hans eru forsætisráðherrar norðurlandanna.  Þar með talin Jóhanna Sigurðardóttir.

Site Footer