HAGVÖXTURINN MIKLI FRÁ KASMÍR

Guðmundur Gunnarsson verkalýðsmaður er um þessar mundir að hræða þjóðina með því að „VIÐ ÞURFUM 5% HAGVÖXT TIL AР DRAGAST EKKI AFTÚR ÚR..“    Ég hvet alla til að lesa grein Guðmundar.  Hún er alveg klassísk fyrir hræðslu-gól úreltra hagfræðiskýringa

Fyrsta setningin í grein Guðmundar er svona:  „Við þurfum að skapa um 20 þús. störf hér á landi á næstu árum, þau störf verða einungis til á almennum vinnumarkaði og þá helst í tæknifyrirtækjum. Ekki í sjávarútvegi eða landbúnaði“

-Finnið þið ekki kalda vatnið renna milli skinns og hörunds?  Eruð þið ekki skelkuð?  -Eruð þið ekki hrædd?

Þessu er til að svara að helsta breyta sem hefur áhrif á hagvöxt er mannfjöldi. Hagvöxtur er mælieining á „stærð kökunnar“.  Ef að fólksfjölgun er svona 2% á ári, er hagvöxtur líka svona 2%.  Þegar nýr leikskóli er tekið íd gagnið = Hagvöxtur.  Þegar fjöli aldraðra eykst = Hagvöxtur.  Banaslys í umferðinni = Hagvöxtur.  Krabbamein er hagsvöxtur.

-Spáið aðeins í því.

Samt tekur hagvöxtur ekki tillit til þess þegar einhver gerir við þvottavélina sína.  En það er hagvöxtur þegar hann fer með þvottavélina í viðgerð.  Hagvöxtur tekur ekki tillit til þess þegar íbúar í fjölbýlishúsi, taka sig til og gera við þakið, snyrta garðinn eða mála grindverkið.

Svo er það gamla þvælan um að „skapa störf“.  Störf skapa sig sjálf og það er ekkert svo skrýtið ef maður gefur sér bara smá tíma til þess að hugsa málið.  Segjum að mannfjölgun sé svona 2% á ári.  Þetta þýðir að skólarnir útskrifa fleiri og fleiri nemendur ár eftir ár.  Nú er það ekki svo að þessi 2% séu í einhverjum hroðalegum málum að námi loknu því að kerfið allt hefur stækkað.  Hugsum aðeins um bílabransann:  Fleiri kaupa bíla (sem munar u.þ.b 2% áð ári). Bílaviðgerðarverkstæi hafa sömuleiðis meira að gera vegna þessa stöðuga fjölda.  Ný verkstæði verða til.  Það sem er að gerast er vissulega flókið, en líka alveg undur-einfalt.  Allt er þetta vegna áhrifa fólksfjölgunar.  Þetta má umorða og kalla þetta

Einu sinni var einhver Framsóknarmaður að stæra sig yfir að hafa staðið við kosningaloforð um að „skapa 10.000 störf á kjörtímabilinu!   Sá tók ekki fram að náttúruleg fjölgun landsmanna „skapaði“ 12.000 störf á þessu sama tímabili.  Þetta var ekkert Framsóknarflokknum að þakka frekar en einhverjum öðrum stjórnmálaflokki.  Bara fáviska eða þjófnaður á skautfjöðrum

Hagvöxtur er hvorki slæmur né góður,  Hagvöxtur er bara eitt af mörgum hugtökum sem er notað til að útskýra gangverk samfélagsins.  Tökum samt eftir að þetta hugtak er tæknilega ónýtt vegna þess að það gerir ráð fyrir takmarkalausum vexti.  -Nokkuð sem hagfræðingar forðast að tala um eins og heitan eldinn. Hagvöxtur getur ekki orðið endalaus.  Sú einfalda staðreynd að mannfjölgun hlýtur að hafa einhvern endapunkt segir allt um það.

Ef við ímyndum okkar að mannfjölgun sé stöðug og mikil í árhundruð þá kemur að því að landið dugar ekki fyrir allt þetta fólk. það er bara einfaldlega ekki pláss fyrir alla.  Þá gerist það vonandi að jafnvægi kemst á mannfjölgunina og það deyja jafn margir og fæðast.  Vitið þið hvað þetta þýðir?  Jú hið hræðilega stig þar sem enginn hagvöxtur ríkir!

Flestir myndu nú segja þetta gæfuspor þótt að enginn sé hagvöxturinn

Samhliða námi mínu í Háskólanum, vann ég hjá litlu trésmiðafyrirtæki í Reykjavík.  Mér skildist að fyrirtækið gengi vel og hafi alltaf verið rekið með smávegis hagnaði.  Þetta var dæmigert fjölskyldufyrirtæki og andinn var eins og best verður á kosið.  Þetta litla fyrirtæki sá eigendum sínum fyrir þægilegu lífi og starfsmönnum sá það fyrir öruggri vinnu og ágætis kaupi.  Ég held að þessi ágæta fjölskylda hafi ekkert  farið á taugum ef að rekstarreikningurinn hafi ekki stækkað um 15% á ári.  Þau bara unnu, söfnuðu peningum og lifðu hófstilltu lífi, lausu við spjátrungshátt.

Ég spyr mig.  Hvað með það að fyrirtæki stækki ekki eitt árið?  Hvað er svona slæmt við það?  Er það ekki bara hinn eðlilegasti hlutur?  Skiptir ekki þá höfuðumáli að vera búin að safna í sjóð, til að mæta tapinu?  Og í framhaldi að því?  Er ekki bara hið besta mál að svona sjóður sé notaður í það sem honum var ætlað?   -Að taka á móti mögulegu tapi.

Annað fyrirtæki sem stendur eins og klettur í matvöruverslunarbransanum er Fjarðarkaup.  Mér er það til efs að það fyrirtæki hafi vaxið mikið frá því að það var sett á laggirnar.  Þetta fyriræki er reyndar svo frábært og svo traust að  efnahagsreikningur þess mun vera flokkaður í hóp fagurbókmennta.   Annars er þetta fyrirtæki rannsóknarefni því að Fjarðarkaup virðist hafa afsannað kenninguna um „hagkvæmni stærðarinnar“, sem er annað hagfræðihugtak sem gengur upp á pappír, en passar ekki við veruleikann.

Okkur er alltaf talin trú um að heimsendir sé í nánd þegar stór fyrirtæki tapa eitt árið.  Að eldstöðin Ísland sé að springa ef að halli sé á ríkissjóði?  Það er alltaf verið að selja okkur ótta.  Takið eftir þessu.  Ég held að óttinrn sé notaður vegna þess að það er auðveldaa að stýra hræddri hjörð en óhræddri.

Eitt af algengustu óttameðulunum er hugtakið hagvöxtur.  -Ekki fara á taugum.  Þetta er bara mælieining og segir ekkert til um „framfarir“, „hamingju“ eða „góða stöðu“.  Þetta hugtak ætti að nota sparlega því það er ekki eins frábært og margir vilja láta.

Site Footer