Upp er komin kunnugleg staða.
..Böndin beinast að ákveðnum aðila eftir eitthvað fúsk.
…..Aðilinn er krafinn svara og eftir dúk og disk kemur svarið.
……….Fúskið er viðurkennt en hið klassíska „á þeim tíma sem ákvörðunin var tekin var mat okkar að þetta væri góð ákvörðun“.
Já. Ég er að tala um Landsbankann og útskýringabréfið mikla frá Kasmír. Þetta er reyndar orðað aðeins öðruvísi í bréfinu mikla.
Jamm. . .
Sama má reyndar segja í fleiri vandræðalegum tilfellum. Eins og t.d. . . .
og
og
Þetta er svolítið snúin röksemdafærsla og snýst um eftirá réttlætingu. En hérna er þetta og ég vona að Steinþór bankastjóri og maðurinn sem samdi þessa tilkynningu lesi þetta blogg.
Ákvarðanir eru aldrei metnar út frá þeim tíma þar sem afleiðingar ákvörðunarinnar eru ekki komnar í ljós. Ákvarðanir eru metnar góðar eða slæmar, þegar afleiðingar þeirra eru komnar fram.
Fótboltaþjálfari sem lætur þekktan klúðrara taka vítaspyrnu, getur ekki sagt eitthvað á þá leið að þegar hann sá klúðrarann, þá hafi honum fundist bara mjög góð hugmynd að láta hann taka hina mikilvægu spyrnu. Svona gengur ekki upp.
Ekki í fótbolta og sannarlega ekki þegar á að útskýra fyrir eigendum Landsbankans eitthvað ofur-klúður.