Góður dagur…. : )

Dagurinn í dag var með þeim betri sem ég hef lifað. Verst að Ingunn er í Malmö. Hún fékk sér frí og sótti heim Kristbjörgu vinkonu sína. Ég var s.s einn með börnin mín. Nokkuð sem gerist alltof sjaldan. Eftir að strákarnir fengu lúrana sína drifum við okkur í Universum hér í Gautaborg. það er svona vísinda safn eða náttúrusafn. Inn í gríðarstórri byggingu hefur verið komið fyrir heilu frumskógarvistkerfi með tilheyrandi dýralífi. Við voru fjögur þarna í rúma 3 klukkutíma. Tókum okkur allan þann tíma sem við vildum.

Bessi var óvenju þægur og Leó starði heillaður á fiskana sem bar fyrir augum. Eftir að við höfðum skoðað frumskóginn fórum við í svona vísindasafn eða sýningu í hliðarsal. Þar lét ég Bessa leika lausum hala í tryllingi þess sem er bara tveggja ára og fullur af fítonskrafti. Ég tók nokkarar myndir á símann minn sem tókust svona og svona. Síðasta myndin heppnaðist reyndar helvíti vél. Ég hef hana síðast á þessar síðu. Þegar heim var komið rauk ég í tiltekt og Auður setti strákana í bað. Svo eldaði ég kjötbollur og franskar. Auður sagði að þetta væru bestu kjötbollur sem hún hafði smakkað.

-Maður er að gera eitthvað rétt…

Site Footer