Gunnar Páll hefur áhyggjur.

Það vakti athygli mína þegar ég sá viðtal við Gunnar Pál formann VR í fréttum á stöð 2, að hann hafði áhyggjur.

  • Ekki samt af þeim tvöhundruðogáttatíuþúsund*miljónum sem hann lánaði (án alvöru trygginga) á lokamánuðum Kaupþings-svikamillunnar.
  • Ekki heldur af miljarða afskriftum til handa Kaupþings-elítunar

Nei. Gunnar hefur áhyggjur af öðru..

Gunnar Páll hefur áhyggjur af því að upplýsingar virðast leka úr Kaupþingi…

Þarf að segja meira? Er þetta ekki komið gott? Þessi bófi sækist samt eftir áframhaldandi setu í VR, félagi sem kennir sig við virðingu og réttlæti…

Þetta er of mikið fyrir mig og ég hef aldrei áður liðið svona þegar ég skrifa nokkuð. Öfgarnar eru svo yfirgengilegar að mig sundlar. Mig svimar. Ég verð tómur að innan.

*Nægt fé til að standa skil á Icesave og Edge…

Site Footer