Guðlaugur Þór er ekki lygariGuðlaugur Þór heilbrigðismálaráðherra segist hafa endurgreitt Hauki Leóssyni andvirði umdeildrar laxveiðiferðar en neitar að sýna fram á kvittun fyrir viðskiptunum. Sú staðreynd gerir orð hans ómerk og gildislaus.

Þau eru jafn gildislaus og ef ég segði að Guðlaugur Þór hefði aldrei greitt Hauki krónu og væri því lygari af ómerkilegustu sort.

Það er hefur s.s jafn mikið gildi að segja að Guðlaugur hafi endurgreitt Hauki Leóssyni og að segja að hann hafi ekki endurgreitt Hauki Leóssyni.

Efinn hangir í loftinu og málið allt. Meðan Guðlaugur Þór sýnir ekki með óyggjandi hætti að hann hafi endurgreitt Hauki Leóssyni umdeilda laxveiðiferð, er Guðlaugur lygari –eða hvað?

Það er svo fjarska auðvelt fyrir hann að sýna fram á millifærslu eða þvímulíkt og koma sterkur út úr þessum stormi, sem maður orða sinna (segist alltaf endurgreiða boðsferðir) ellegar vera sá ómerkingur sem skreytir sig fjöðrum heiðarleikans (segist alltaf endurgreiða boðsferðir) en ástunda hið gagnstæða.

Site Footer