Góu-þrennu samsærið.Ég fór í Krónus í fyrra sem er ekki í frásögur færandi. það sem gerðist inn í búðinni er reyndar í frásögur færandi og fer það héreftir.

Ég stóð fyrir framan gríðarstóran stafla af því sem heitir “Góu þrenna”. En góuþrenna er í rauninni 3 kassar af súkkulaði sem límdir eru saman. Hraunbitar, Æðibitar og Flórídanabitar. Hin heilaga súkkulaði þrenning. Ég greip náttúrulega einn kassa og eins og títt er með fólk sem nýlega hefur keypt sér eitthvað óholt lyftst upp mín sál og allt mitt geð.

Ég ætlaði að stytta mér leið til að forðast að hitta leikara sem ég þekki og ók því innkaupakerrunni minni í framhjá sælgætisrekkanum. Ég taldi mig nú vera betri en hinir þvi ég hafði keypt hræbillega góuþrennu og langaði skyndilega að vita hvað ég hefði nú sparað mikið umfram vitleysingana sem kaupa allt í stykjatali. Ég keypti 3 stykki í einu og eitt af lögmálum viðskiptalífsins er að magninnkaup eru alltaf betri en smáinnkaup.

Þar sem ég hafði nýlokið að gera ákveðin magninnkaup fattaði ég mér til mikillar undrunnar og hryllings ég að ég hafði verið svikinn. Góðþrennan var töluvert dýrari en 3 lausir pakkar af Hraunbitum, Æðibitum og Flórídanabitum: Mig setti hljóðan um stund. All nokkra stund í raun, því að ég rankaði við mér nokkru síðar þegar unglingur með skúringakúst spurði mig hvort það væri ekki allt í lagi með mig. Búðin var þá tóm af viðskiptavinum og rökkur hafði færst yfir bæjinn.

Ég borgaði vörurnar minar og hélt af stað út í myrkrið. Ég man ekki hvort ég keypti Góu þrennuna. Hugur minn var annarstaðar. Eftir að ég afhjúpaði góuþrennusamsærið hóf ég að vanda mig við innkaupin og get nú deilt með ykkur niðurstöðunum. Ekki kaupa tómata sem eru 6 í pakka. Það er miklu ódýrara að kaupa 6 tómata í lausu. Þetta gildir líka um annað grænt meti. (t.d sveppi og agúrkur).

Ég fór á hamborgarastað um daginn og sleppti því að kaupa tilboðið en fékk mér þess í stað allt sem var í tilboðinu (hamborgari, frönnur og gos) og ég sparaði umtalsvert fé. Tilboðið var um 200 krónum dýrara en stykkjaverðið. Nú er ég hættur að staldra við í örvæntingu og setja hljóðan þegar ég sé svona asnlaleg tilboð. Ég hlæ þess í stað innra með mér og hugsa með mér hvað það sé gott að vera ekki á sama hjarðmennastigi og allur almenningur.

En passið ykkur. Passið ykkur á góuþrennutilboðunum. Þau eru skilja mann eftir sem asna í sauðargæru.

Site Footer