GRUNSAMLEGAR ÚTSKÝRINGAR LANDSBANKANS

Eins og vænta hóf Landsbankinn mikla útskýringaveislu í kjölfar Borgunarmálsins.  Enda má segja að spjótin hafi sannarlega staðið að bankastjóranum.  Þingið krafðist útskýringa.  Forsætisráðherra kallaði söluna klúður, almenningur mótmælti og skipulagði mótmæli í aðalútibúinu.  Síðast en ekki síst þá voru það viðbrögðin á samfélagsmiðlunum sem voru áhrifamikil.

Fólk í virðulegum stöðum, grandvarir borgarar, læknar, lögfræðingar, þingmenn og fyrrverandi ráðherrar, athafnafólk, viðskiptamenn og konur, tónlistarmenn í fremstu röð, listamenn, vísindamenn, kvittuðu fyrir almenna og eindregin mótmæli gagnvart þessari sölu á hlut Landsbankans í Borgun.

Hér þarf að staldra við og skoða Íslandsvinkilinn í þessu máli.

Við vitum alveg hvað er á seyði. – Við vitum alveg hvað á sér stað.  Við vitum alveg hver er hvað í þessari fléttu því við höfum séð þetta oft áður.

Svo kom viðbragðið.  Mjög í anda „krísustjórnunar“og aðkeyptra ráðlegginga.  Á heimasíðu Landsbankans birtist svona Q&A þar sem helstu spurningum varðandi Borgunarmálið var svarað.  Ég hef fylgst með borgunarmálinu allt frá upphafi og þekki það ágætlega. Það hófst nefnilega ekki í síðustu viku heldur í lok árs 2014 þegar hluturinn í Borgun var seldur fyrir lokuðum töldum ef svo má að orðið komast.

Það var búið að velja kaupendur.

Þá komst málið í hámæli og þá  -eins og nú-  var farið af stað með mikla útskýringaherferð.  Bót og betrun var lofað og „tillit tekið til gagnrýnisradda“ eins og það var orðað.

Núna er sem sagt komið í ljós að þessi sala á hlut Borgunar í Landsbankanum var sala aldarinnar.  Var happadrættismiði með hæsta vinning. Var inngöngumiði fyrir býsna marga „unga og efnilega“ inn í draumaveröld einaprósentsins.

Borgunarhluturinn var seldur á 2200 miljónir.  Nokkrum vikum eftir að blekið var þornað á pappírunum greiddi Borgun eigendum sínum arð upp á 800 miljónir.  Nokkrum vikum eftir það kemur í ljós að Borgun á rétt á tug-þúsundum miljóna vegna eignarhlutar í Visa Europe!

Gott fólk hættið að gera það sem þið gerið.  Staldrið við.  Hættið að vaska upp.  Segið krökkunum að þegja. Slökkvið á útvarpinu.

„Nokkrir tugir miljarða“ var það orðað í fréttum

Landsbankinn minnist nú ekkert á þetta í útskýringum sínum.  Enda kannski ástæða til.  Þetta er nefnilega kjarni málsins.  Þetta er „the smoking gun“.

Landbankinn spyr

borgun3

og Landsbankinn svarar . . .

borgun2

Þetta er s.s moð sem er ákveðin stílgerð sem margir hafa tileiknað sér.  Svona er kallað „noise“ á upp á ensku og virkar þannig að textinn er einhvernvegin dáleiðandi en um leið sannfærandi.  Ákveðin galdur í þessu.  Meira af þessu síðar þegar ég tek fyrir útskýringar Steinþórs Pálssonar þegar hann útskýrði hina knýjandi þörf fyrir að selja hlut Borgunarhlutinn til fyrirfram ákveðinna viðskiptamanna fremur en að hafa söluna opna eins og eðlilegt hefði talist.  Þessir fyrirfram ákveðnu viðskiptamenn voru fyrrverandi stjórnendur Borgunar ef einhver hefur áhuga að vita það.

Kosturinn við moðræðu er að það er hægt að textarýna hana rétt eins og fræðimenn skoða gamla texta og lesa í merkinguna.  Það er sem sagt hægt að „þýða“ svona texta.

Vissi Landsbankinn um að Borgun ætti rétt á tíu til tuttugu þúsund miljónum þegar hluturinn var seldur til fyrrverandi stjórnenda Borgunar?

 

Svar krísustjórnunarráðgjafa Landsbankans og almannatenglanna var einfalt Nei.  „Við vissum ekkert“.

Gott og vel. Skoðum þetta aðeins.  Landsbankinn vissi ekkert um yfirvofandi peningagusu frá Visa Inc.  Það er nú sérdeilis undarlegt sé skoðuðu salan á Valitor (sem er sambærilegt fyrirtæki sem var selt nokkrum vikum síðar til keppinautar Landsbankans) því þar skyndilega er komin varnagli um að ef að Visa Inc kaupi Visa Europe skulu miljarðarnir renna til . . .. .

. . . . . LANDSBANKANS !!

Þegar Landbankinn segir „Við vissum ekkert“ þá er Landsbankinn annað hvort að ljúga eða að hann er að afhjúpa svo grimmdarlega stórheimsku að ómögulegt og algerlega útilokað er að hugsa sér að stjórnendur Landsbankans sé stætt á áframhaldandi setu við stjórn þessa bankans. . . Sem er sameign okkar allra og í umsjón „vitringsins“ Steinþórs Pálssonar.

 

Nú kemur játning.  Og hún er persónuleg.  Ég er ekki peninga-maður.  Ég vinn ekki í peningabransanum.  Ég vinn í Gistiskýlinu við Lindargötu sem er fyrir heimilislausa karla.  Ég þekki hinsvegar smávegis til í hagfræði og skil alveg viðskiptafléttur og þessháttar.  Ég veit að hin stóra áskorun stjórnmálanna næstu áratugi eru umhverfismál og svo auðsöfnun hins volduga eina prósents.  Svo þykist ég vita með nokkuð öruggum hætti hvenær það er verði að svindla á mér en Borgunarmálið er ágætisdæmi um „sölsun“ og svind sem tiltölulega auðvelt er að rekja.

Það sem er svo afhúpandi í Borgunarmálinu er að Steinþór og krísustjórarnir geta ekki falið sig á bakvið eigin fávisku eða stundarbrjálæði.  Salan á Valitor var eðlileg. Ekki salan á Borgun.

En áfram með smjörið.  Næsta spurning sem Landsbankinn spyr sjálfan sig var þessi:

borgun a

Hérna er svar Landsbankans, almannateglanna og krísustjórnendanna.

Þetta er í raun sama spurning og fyrsta spurningin sem Landsbankinn spurði sjálfan sig og sem fyrr þá svarar Landsbankinn og krísuráðgjafarnir því neitandi.  Það var svo sannarlega ekki ljóst að Borgun myndi fá greiðslur vegna „valréttarins“ (sem er happadrættismiðinn) .

En og aftur komum við að kjarna málsins.  Hvernig gat það verið að það var ljóst að valréttur Valitor var gulls ígildi en það var ekki ljóst að valréttur Borgunar var álitin eitthvað ómerkilegt rusl sem ekki einu sinni var minnst á í samningunum við fyrrverandi stjórnendur Borgunar?   Svari nú hver fyrir sig.

Þriðja spurningin sem Landsbankinn spyr sig er þessi.

borgun b

Þessa spurningu má umorða:  Þeir sem gerðu viðskipti með hluti í Borgun á árunum  2010 og 2011 vissu heldur ekki af valréttinum.  Hvernig áttum við þá að vita af honum?

Gott og vel. . . Maður selur verðmætan stól eftir danskan arkítekt á Bland.is á 10.000 krónur.  Nokkru síðar kemur í ljós að stóllinn var miljóna króna virði.  Hver tekur mark á útskýringum á borð við. . „En ég keypti hann á slíkk.  Fyrrverandi eigandi seldi mér hann á slikk“.  Þessi útskýring er í besta falli barnaleg.

Næsta spurning:

borgun c

Umorðun: Tapaði Landsbankinn á sölunni í Borgun?

Svar Landsbankans var á þá leið að „Þeir telja að gott verð hafi fengist fyrir hlutinn í Borgun“.  . .

Einmitt.  Nokkrum vikum eftir söluna kemur í ljós að hluturinn í Borgun er ávísun á tugi þúsunda af miljónum. Sá sem heldur því fram að þetta hafi verið góður díll ætti alls ekki . . og ég endurtek ALLS EKKI að vera í neinum viðskiptum af nokkru tagi og sér í lagi viðskiptum þar sem höndlað er með eigur þjóðarinnar.

 

Þetta eru fimm fyrstu spurningarnar sem Landsbankinn og krísustjórnendurnir settu á vefinn hjá sér.  Ég svara næstu fimm einhvern tímann í næstu viku þegar ég hef tíma.  Öll svör Landsbankans og krísuráðgjafanna bera með sér sömu afsakanir og útskýringar.

Við vissum ekki neitt.  Við gátum ekki vitað neitt.  Við erum saklaus.

-Einhugur er um þetta.

En eins og alltaf þegar það er maðkur í mysunni þá er holur hljómur í hinum „einlægu svörum“.  Fyrir utan hina hróplegu staðreynd að kaupendahópur Borgunar er handvalinn og sú ákvörðun varin af hörku, og að ákvæði um mögulegan stórgróða vegna „valréttarins“sé að finna í sölu á Valitor en ekki Borgun . . . .  Þarf ekki að spyrja marga í peningabransanum út í umhverfið á hinum alþjóðlega kortamarkaði.

Visa Inc hefur lengi haft áhuga á Visa Europe.  Þetta er bara staðreynd og þessi staðreynd getur ekki hafa farið framhjá stjórnendum Borgunar (sem keyptu hlutinn af Landsbankanum)   Það að þetta hafi farið framhjá samningafólki Landsbankans er í besta falli grunsamlegt.  Áhugi Visa Inc hefur verið einlægur í mörg ár og þeir sem fylgjast með þessum bransa (eins og t.d fyrrverandi stjórnendur Borgunar sem keyptu hlutinn af Landsbankanum) vissu alveg af þessum áhuga.  Svona risa-samruni er enginn skyndiákvörðun.

Það sem kom reyndar á óvart að verðið sem Visa Inc greiddi fyrir Visa Europe var meira en helmingi hærra en búist var við eins og sjá má í þessari frétt frá 24. nóvember 2014.    Þremur dögum eftir að Landsbankinn skrifaði undir söluna til fyrrverandi stjórnenda Borgunar.

Ég tel einsýnt kaupendur Borgunar hafi leikið á stjórnendur Landsbankans.  Þeir vissu vel af yfirvofandi samruna og Landsbankinn sennilega líka.  Eitthvað hefur valdið því að Landsbankinn vildi bara selja hópi sem samansettur var úr fyrrverandi stjórnendum Borgunar og eitthvað olli því að ákvæði um mögulegar miljarðagreiðslur smugu inn í samninginn í sölunni á Valitor (til keppinautar Landsbankansi).  Kannksi vegna þess að Landsbankinn hefur áttað sig á klúðrinu eða að klúðrið sé hreinlega hluti af fléttunni.

Sé allt þetta rugl sett í samhengi við klúðurslega afsökun Steinþórs Pálssonar bankastjórna Landbankans um að Samkeppniseftirlitið hefði skipað þeim að selja hlutinn í Borgun, ættu að renna á mann tvær grímur.  Bætum svo við þessa skelfilegu mynd að Landsbankinn er greinilega að kaupa sér umfjöllun í fjölmiðlum og öllum viðbrögðum bankans er stýrt af aðkeyptri krísustjórnunun.  Hvað er það þegar ríkisfyrirtæki er að kaupa sér krísu-aðstoð til þess að verjast eðlilegum spurningum sem brenna á eigendum sama ríkisfyrirtækis.

Þetta mál skánar ekki við útskýringar Landsbankans.

 

-Það verður bara  ískyggilegra.

 

 

 

 

1 comments On GRUNSAMLEGAR ÚTSKÝRINGAR LANDSBANKANS

Comments are closed.

Site Footer