Grillaðir sykurpúðar

Við krakkarnir fórum út í lítið skógarrjóður í gær og grilluðum sykurpúða. Það var virkilega gaman. Það er nefnilega ekki svo oft að ég er einn með börnin mín. Ég skutla Auði til móts við móður sína og stjúpföður í Kaupmannahöfn á morgun. Við tökum lestina, sem er ódýr og góður ferðamáti. Ég ætla að taka með mér hlaupadraslið og hlaupa eitthvað á Amager áður en ég fer aftur heim. Spurning hvort ég sæki svo heim félaga minn sem rekur Kaffihús í borginni.

-Þetta verður fínt.

4 comments On Grillaðir sykurpúðar

Comments are closed.

Site Footer