GRÉTA OG GRÁI FISKURINN

Það er svo skrýtið hvernig minnið virkar.  Ég var að taka til í bókunum hjá stráknum mínum um daginn og rakst á bók sem er alveg „föst við mig“ eins sagt er.  Þetta er ekkert fræg bók eftir því sem ég kemst næst, og er ekkert stórvirki í sögulegu samhengi.

Þessi bók er hinsvegar stór í mínum huga því alltaf þegar ég opna hana þá er eins og ég færist aftur um 3 áratugi eða svo.  Alveg furðulegt.  Finn lykt, heyri einhvern nið og það er eins og minningarnar streymi frá þessu síðum.  -Ekki beint minningar um eitthvað sem gerðist, heldur minningar um tilfinningar.

Furðulegt. -Alveg makalaust.

Mér finnst þessi bók alltaf vera svolítið falleg og myndirnar þykja mér afbragð. Börnunum mínum hefur líka þótt þessi bók skemmtileg.

Ég prufaði að googla höfundinn, Jaklinen Moerman og viti menn.  Fullt af niðurstöðum og þar á meðal ein sænsk bloggsíða þar sem höfundurinn er að hugsa alveg það sama og ég.

Við eigum 3 bækur í þessari seríu.  Prinsessan sem átti 365 kjóla og Litla nornin Nanna.  Man einhver eftir fleiri bókum sem komu í íslenskri þýðingu eftir Moerman og Vanhalewijn?

-o-o-o-

Ég er ekkert hættur að fjalla um kæruna á hendur mér.  Ég á eftir að fjalla um vörn Gunnlaugs.  „Ummælin“ sjálf,  klögubréf sem Gunnlaugur sendi mer og „sáttatillögu“ Gunnlaugs.  Þá á ég eftir að fjalla um hina breiðu skírskotun málsins en hún er sennilega merkilegasti þátturinn í öllu saman.  Ég mun samt hlífa lesendum á blogginu við stanslausum Gunnlaugs-pælingum.

 

Site Footer