GRÁTLEGT HLÁTURKAST

Sjálfstæðisflokkurinn er í stórkostlegri kreppu. Núna er allur krafturinn, allur infrastrúkturinn og allt powerið í þessum stærsta stjórnmálaflokki landsins settur í þann eina farveg að fresta birtingu skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar þar til EFTIR þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

Einmitt þegar flestir málsmetandi menn, segja að slíkt megi alls ekki gera, því að ýmislegt gæti leynst í skýrslunni sem gæti haft áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Hafið það ekki afhjúpast fyrr, þá ætti það að gera það núna. Sjálfstæðisflokkurinn er skít-hræddur við allt uppgjör við Hrunið.

Það grátbroslega við þetta mál alltsaman er að Ásbjörn Óttarsson þingmaður FLokksins er í einhverri þingmannanefnd sem á að fjalla um þessa mikilvægustu skýrslu íslenska lýðveldisins. Maður sem afhjúpaðist fyrir atbeina DV sem skattsvikari af verstu sort. Málsvörn hans í þessu máli setur alla réttarkerfishugmyndir landsmanna í uppnám. Það er í lagi að stela, ef maður skilar því þegar það kemst upp. Hafi hann skömm fyrir þessi Ásbjörn frá Hellissandi.

Félagar mínir sem margir hverjir hafa alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn, settu hjóða réttarskilning Ásbjörns í skattsvikamálinu sínu, meðan aðrir urðu fjúkandi illir.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf nefnilega enga óvini. Hann er fullfær um að tortíma sér án nokkurrar utanaðkomandi hjálpar. Eftirfarandi dæmi ætti að sannfæra lesendur um þá nöturlegu staðreynd.

Fjótlega eftir Kastjósviðtalið þar sem Helgi Seljan braut blað í íslenskri fréttamennsku, komu upp raddir þess efnis að Ásbjörn væri óhæfur til þess að takast á við nefndarhlutverk sitt í eftirmálum skýrlsunnar frá sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis. Að ekki væri við það unað, að skattsvikari og maður með svo brenglaðan réttarskilng, væri að takast á við hrun efnahagskerfisins og þær gripdeildir sem íslensk þjóð var fyrir barðinu á í undanfara hrunsins. Egill Helgason var fjótur að benda á að ótækt væri að hafa Ásbjörn í þessari nefnd.

Þá byrjaði ég að pæla hver gæti tekið við af Ásbirni….

Því miður var ég að spræna inn á klósetti þegar kviknaði á perunni. Það sótti að mér þvílík hláturs-roka að ég mátti hafa mig allan við að spræna ekki á gólfið. Þarna var ég einn að reyna að hitta ofan í klósettið, flissandi eins og útvarps-fífl, á annari hæð í raðhúsi í Gautaborg í hinni stóru og fögru Svíþjóð. Flissandi og pissandi yfir örlögum landsins míns og þeirri hroðastöðu sem er svo æpandi.

Það kviknaði svo sannarlega á perunni. Sjálfstæðisflokkurinn er svo ónýtur að allstaðar annarsstðar væri hann ekki flokkaður sem stjórnmálaflokkur heldur bófaflokkur. Ég veit að þetta eru stór orð og þetta rímar, en svona er þetta bara. Sjálfstæðisflokkurinn ER bófaflokkur. Skoðum aðeins hverjir geta komið í staðinn fyrir Ásbjörn Óttarsson í þessari mikilvægu nefnd.

Árni Johnsen? Nei. Dæmdur þjófur

Ásbjörn Óttarsson? Nei. Skattsvikari og með afar sérkennlega réttarsýn

Bjarni Benediktsson? Nei. Vafinn inn í stærsta rán Íslandssögunnar.

Einar K. Guðfinnsson? Nei. Á allt undir óréttlátu kvótakerfinu

Guðlaugur Þór Þórðarson? Nei. Mútuþegi.

Illugi Gunnarsson? Nei. Vanhæfur vegna sjóðs 9.

Pétur H. Blöndal? Nei. Helsta málpípa frjálshyggjunnar sem keyrði landið í kaf. „Fé án hirðis“-stefnan leiddi til ófara sem ekki sér fyrir endann á.

Tryggvi Þór Herbertsson? Nei. Kúlulánaséní og bankasvindlari.

Ragnheiður E. Árnadóttir? Nei. Tók ALLAR vitalausu beygjurnar sem hægri hönd Haardes.

Þorgerður K. Gunnarsdóttir? Nei. Kúlulánadrottingin sem fékk „lánaðar“ 900 miljónir.

Eftir standa: Unnur Brá Konráðsdóttir, Birgir Ármannsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal

62% þingliðsins er beisiklí óhæft til hverskonar starfa fyrir Alþingi! Þeir sem eftir standa eru frekar pasturslítil og feyskin. Það er helst Birgir Ármansson sem eitthvað kveður að í þessum hópi. Hann ætti strax að undirbúa sig fyrir að taka við forrystu í flokknum. En þetta var reyndar ekki það sem hlægði mig svona ógurlega þar sem ég var að spræna.

Það sem hlægði mig svona ógurlega var að ef að Sjálfstæðið kallar til varamenn er listinn álíka hroðalegur. Þórlindur Kjartansson er varamaður Sjálfstæðsflokksins. Sjálfur heilinn bakvið vel heppnaða markaðssetningu Icesave í Hollandi og Bretlandi!

Hann væri sjálfsagt fínn kandídat í það að tækla það hvernig taka skuli á Icesave-liðinu? Það er amk skoðun Ásbjörns Óttarssonar sem eyddi drjúgum tíma í að sannfæra áheyrndur um að ekkert væri að því að kvótaeigandi grenjaði út meiri kvóta sem þingmaður. Ekkert væri að því að fórnarlamb erlendra lánageðveiki, tæki afstöðu til lausnar slíkra mála sem þingmaður. Að sama skapi er þá alveg sjálfsagt að Icesave-liðið taki þátt í því að móta stefnu til þess að bjarga þjóðinni frá Icesave-hörmunginni. já og dæmdur nauðgari væri í nefnd um neyðarmótöku vegna nauðganna. Ekki er heil brú í málflutningi Ásbjörns Óttarssonar. Auðvitað er af og frá að skuldum vafinn þingmaður sé að móta stefnu til þess að redda sjálfum sér og öðrum í sömu stöðu. Þetta fattar Ásbjörn einfaldlega ekki enda maður lítilla (Hellis)sanda og lítilla sæva

Annar varaþingmaður sem hægt væri að kalla til er Erla Ósk Ásgeirsdóttir en hún vann ásamt Þórlindi við marðkaðssetningu Icesave sem var svo vel heppnuð að miljarðarnir bókstaflega streymdu inn á glæpareikningana. Já hef ég minnst á þátt Kjartans Gunnarssonar? Fyrrvarandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og í stjórn Landsbankans á tímum Icesave hörmungarinnar?

Þetta endar ekki nokkurstaðar því að Landsbankinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru tengdir saman eins og teinar í kaðli. Snúast hver upp á annan og styrkja bandið. Eining klár og tær.

Sjálfstæðisflokkurinn ER bófaflokkur. Og hann hagar sér eins og slíkur. Þyrlar upp eimyrju í þeirri von um að þjóðin sjái ekki í gegnum moðreykinn. Öllu er til tjaldað í þessum moldarþyrlingum og landshagur skiptir þá engu frekar en kollega þeirra á Sikiley.

En satt best að segja er þetta ekkert fyndið. Íslenskir vinstri menn ættu nú að taka á Sjálfstæðisflokknum sem beinni ógn en ekki hlægja af þeim eins og þeir hafa alltaf gert hingað til. Vinstrimenn hafa alltaf verið eins og vitlausi kallinn sem mætti alltaf með hníf í byssubardaga.

Ef að Sjálfstæðisflokkurinn væri stofnaður í dag, færi uggur um þjóðina.

Ég fullyrði að ef að stórnmálaflokkur þar sem 62% þingliðsins eru bófar starfaði á norðurlöndum, þá væri tekið á honum líkt og á Hells Angels samtökunum.

-Hann væri lýstur glæpsamlegur og ógn við samfélagið.

21 comments On GRÁTLEGT HLÁTURKAST

 • Takk fyrir góða grein!
  Þú færir góð rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé bófaflokkur.
  Mér sýnist að um helmingur af þingmönnum flokksins eigi alls ekki heima á Alþingi.

 • Af hverju skyldu þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa viljað keyra málið í gegnum þingið áður en skýrslan lá fyrir? Var ekki jafnnauðsynlegt fyrir þingmenn og fyrir almenning að hafa fengið skýrsluna í hendur áður en þeir gerðu upp hug sinn? Hvernig skyldi standa á þessu? Skyldu einhverjir vinstri menn vera hræddir við skýrsluna?

 • Veit ekki hvort þessi grein þín segir meira um íslenska þjóð eða þingmenn hennar

  en sennilega eigum við þessa bófa skilið

 • Birgir Ármanns er fyrrum starfsmaður Viðskiptaráðs sem fór inn á þing fyrir þá í raun.

  Kristján Þór hefur dansað fyrir útgerðina og sérstaklega Samherja sem einn eiganda þar, átti nú góðan hlut í Glitni.

  Ólöf Nordal er gift forstjóra Alcoa að mig minnir og gott ef hann er ekki formaður Viðskiptaráðs í dag.

  Þá eru það Unnur sem er þegar í nefndinni Ragnheiður og Jón eftir.

  Ef ég ætti að velja á milli Jóns og Ragnheiðar, þá held ég að Ragnheiður sé skárri kosturinn

 • Ég vann einu sinni fyrir þennan Sjálfstæðisflokk; ég myndi frekar láta skjóta mig, en gefa honum mitt atkvæði. Þvílíka glæpamenn hef ég ekki kynnst – og hef ég hitt þá nokkuð svæsna gegnum ævina.

 • Ólöf Nordal er algerlega vanhæf til að sitja á þingi.

  Kallinn hennar formaður Viðskiftaráðs og forstjóri Alcoa.
  Það er brandari ef manneskja með svona tengingar gegnir trúnaðarstörfum fyrir þjóðina.

  Alveg burtséð frá því að þetta getur verið hið vænsta fólk.

 • Jájá fokk D… (orðið frekar þreytt, en reyndar satt)

  …en þið eruð bara ekkert betri. Hví mátti samþykkja þetta og keyra þetta í gegn á þingi fyrir rétt fyrir birtingu skýrslu, en ekki hjá þjóðinni þjóðinni.

  Hvaða endalausa rugl er þetta???

  Stundum þarf að drífa sig, en samt ekki.. Stundum þarf upplýsingar, en samt ekki…???????

  Þetta þing er vibbi…

  Ólinn

 • Brillíant texti! Já maður hreinlega skammast sín alveg niður í kjallara fyrir þennan amatöra-hátt á íslandi.
  Ég á einnig nokkra vini og kunningja sem alltaf kjósa Sjálfstæðisflokkinn… og fyrir mér virðist þetta hreinlega bara jaðra við trúarbrögð, þar sem allri familíunni er komið í söfnuðinn frá unga aldri.

 • Ágæt færsla – "brosleg" samantekt.

  Unnur Brá mun hafa gleymt að tiltaka einhverja landareign, sem kannski eru ekki miklir hagsmunir.

  En ég held að þú hafir Einar K Guðfinnsson fyrir rangri sök. Það var afi hans og nafni sem átti útgerð sem fór á hausinn fyrir löngu. Einar Kr. á hvorki skip né kvóta og stundar ekki útgerð.

  Johnsen átti aldrei að komast aftur á þing og félagar hans eru margir í "óskemmtilegum" sporum þessa dagana.

 • ok fín færsla hjá þér. Taktu nú næsta flokk fyrir t.d. Samfylkinguna. Held nefnilega að það sé sama rassgatið undir öllu þessu liði sama hvar í flokki það stendur. Íslendingar eru ekki stór þjóð, afraksturinn af brottflúnum skattsvikurum frá Noregi svo það er ekki við góðu að búast.

 • Þótt þjálfarinn drulli í buxurnar, leikmenn séu úti að aka, stjórnin sofandi og fjármálastjórinn stunginn af til Tortola með sjóðinn, þá heldurðu alltaf með þínu liði, er það ekki? Íslendingar aðhyllast stjórnmálaflokka eins og íþróttafélög. Frammistaða og árangur á hverjum tíma skiptir sáralitlu máli.

 • Þetta eru flott skrif í góða æsifrétt. En hefur lítið innihald inn í líf fólks sem fylgist með því sem er að gerast hér á landi í höndum þeirra sem landinu stjórna.

  T.d Óli fær Samskip á svo kölluðu silfurfati og "reddar" auknu hlutafé. hahahahahahahaha þetta eru auðvitað peningar sem hann stal úr Kaupþyng eða fékk þar í formi lána sem voru svo afskrifur eða falin á annan hátt. Ekki nema sjéikinn vinur hans sé að lána honum.

  Maður bara spyr sig afhverju eru þessi bloggarar sem fá 200.000 per/mánuði fyrir skrif hér á syjunni eins og t.d þú ekki að skrifa um þetta og annað sem bankarnir eru að gefa frá sér?

 • Það er ekki tilviljun að síðstu tvö ár hef ég ávalt fjallað um X-D sem RÁNFUGLINN, fara "ruplandi & rænandi um samfélagið" – en kannski er réttara að kalla SjálfstæðisFLokkinn bara "bófaFLokk" ef maður lítur yfir þingmenn FL-okksins. Ása skrifar eftirfarandi athugasemd hér fyrir ofan: "Ég fullyrði að ef að stórnmálaflokkur þar sem 62% þingliðsins eru bófar starfaði á norðurlöndum, þá væri tekið á honum líkt og á Hells Angels samtökunum.-Hann væri lýstur glæpsamlegur og ógn við samfélagið.” Kannski vinstri menn eigi að berjast meira fyrir því að banna hérlendis "skipulaga glæpastarfsemi og fá lokun á Hells Angels og svo næst að biðja um að lokað sé á Ránfuglinn…lol…!" Ég er svo heimskur að ég held enn í þá "veiku VON.." að einhver hjá X-D vakni upp og fari í að hreinsa út draslið sem þar er innanborðs, svona getur þetta ekki haldið áfram. Eða með orðum Sollu stirðu: "Nú er mál að linni……!!!!!"

  kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

 • Nákvæmlega nafnlaus kl. 10:32. Af hverju í ósköpunum vildu þingmenn stjórnarmeirihlutans keyra málið í gegnum þingið áður en skýrslan lá fyrir? Forsetinn stoppaði þá af af öllum mönnum. Öryggisventillinn virkaði eftir allt saman.

 • Og ennþá bíðum við spennt eftir umfjöllun Teits um spillinguna í Samfylkingunni. En sannarlega er ég sammála um þessi skítseiði í XD

 • Var ekki Jón Gunnarsson eitthvað að vesenast með peninga Landsbjargar?

 • Og Samfylkinguna næst, KOOOMA SVOOO

 • Nú þarf að krefjast afsagnar þeirra þingmanna sem liggja undir grun um ólöglegt athæfi og ég tala nú ekki um þá sem játa í beinni.
  Þarna er enn ein endurskoðunin sem við þurfum að taka. Bjarni Ben var náfölur og greinilega óstyrkur í viðtali í sjónvarpinu í gærkvöldi. Er þó örugglega búinn að fara í gegnum als kyns þjálfun í framkomu í sjónvarpinu og hvað það heitir allt saman

 • Ekki gleyma að Ragnheiður efnaðast ógurlega á að breyta skipulaginu í Mosfellsbæ meðan hún var bæjarstjóri. Landið sem hún var eigandi að var tekið fram fyrir annað byggingarland og viti menn lóðirnar þar voru seldar.

 • Mikid er tetta allt sorglegt ef RAGNHEIDUR er skásti kosturinn. Sem Mosfellingur er eg ekki sammala.

  S

 • Góð grein að öllu leiti nema einu.
  Ég verð að taka upp hanskann fyrir eina sjálfstæðismanninn sem ég gæti hugsað mér að kjósa.

  Pétur Blöndal.

  Þú mátt nefnilega ekki skjóta sendiboðann.

  Pétur Blöndal varaði jú sterklega við "fé án hirðis" í sparisjóðunum.
  Heldur þú að hrægammarnar hafi ekki þegar vitað af því fé?
  Heldur þú að þeir hefðu ekki sölsað það undir sig þegjandi og hljóðalaust ef Pétur hefði ekki tekið málið upp.

  Hér hefði nefnilega þurft að hlusta betur á Pétur, eina þingmann sjalla sem mér finnst alltaf fullkomlega samkvæmur sjálfum sér.
  Það hefði, já, átt að hlusta og bregðast við. Endurskoða lög um Sparisjóði og tryggja að þeir væru áfram það sem þeir voru stofnaðir til að vera. Uppbyggingarbankastofnun síns nærumhverfis. Féð án hirðist hefði átt að fá þá formlegu stöðu að vera það áfram.
  Var nokkur sem greip það á lofti inni á þingi á sínum tíma.

  En, sum sagt, Pétri myndi ég treysta 100% til að starfa í þessari nefnd; en ekki einum einasta öðrum sjálfstæðisþingmanni.

  Kristján Gaukur Kristjánsson

Comments are closed.

Site Footer