GRÁTANDI ÞINGMENN

Ég var ekki að hofra á mótmælendur í sjónvarpinu í gær.  Ég var að horfa á svipinn á Alþingismönnunum.  Mér fannst ég lesa eitt og aðeins eitt.  Það sást best þegar þingið var í kirkjunni að hlusta á fulltrúa almættisins tala.

þau voru slegin og úr svip þeirra mátti greina hugleiðingar á borð við:

-„Hvað erum við eigninlega búin að gera“? 
Svona eins og unglingur sem gerir sér allt í einu grein fyrir umfangi og alvarleika einhvers skemmdarverks sem hann stóð að.

og

„Hvað geri ég nú?“ eins og sá sem misst hefur aleiguna í net-bíngói.

Ég er svo illa úr garði gerður að ég hef akkúrat enga samúð meðþingmönnum.  Þau hafa sýnt það skjaldborgin  mikla nær bara utnan um  fólk sem á peninga og er bara í góðum málum.  Það er mest passað upp á að þetta fólk tapi engu.  Já svo á að selja orkuna okkar til vafasamra aðila í Kanada.  Já og líka á að byggja einher álver eins og það er nú rosalega sniðugt.   Ég hef satt best að segja enga trú að því að þingið fari að skána eitthvað.  það versnar ef eitthvað er.  FLokkurinn sem ber ábyrgð á hruninu hefur nú ritað í sandinn og ætlar að standa á móti öllu sem úr þinginu kemur. Einskonar hústökulið í Alþingi.

Svo tínast þau inn, hruns-þingmennirnir og slá sér á brjóst um að „þjóðin þurfi að standa saman“.

Ég hef engan áhuga á því að standa saman með Þorgerði Katrínu og miljónunum hennar.  -Ekki einn einasta áhuga. Engan áhuga að standa saman með hinum spillta Sjálfstæðisflokki.  Ekki einn einasta áhuga á því skal ég segja ykkur.

Það vakti athygli mína að Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði í viðtali að hún hefði næstum því farið að gráta þegar hún sá allt þetta reiða fólk kasta matvælum í þingheim….

Já Ragnheiður….  Skýrari mynd af uppskeru Sjálfstæðisflokksins er vandfundin.

Site Footer