GRAFFITÍ ER FLOTT

Ég hef í síðustu tveimur bloggum bent á hið andstyggilega „tagg“ sem er út um allt. Sumar athugasemdirnar við þessi blogg voru á þá leið að þetta væri einhverskonar „tjáning“ og væri þar af leiðandi merkilegt og fólk ætti frekar að virkja krassarana í stað þess að banna þeim að krassa.Þetta er mjög röng og vitlaus hugsun.

Tagg er bara krass og ber höfundunum ófagurt vitni. Þetta eru bara skemmdarvargar og þurfa að komast undir manna hendur.Sumir eru svo fávísir að rugla saman taggi og graffití. „Tagg“ er eins og ég hef sagt, mjög hefðbundin skemmdarverk en graffití er oft og tíðum list.-Já ég sagði það. List.

Ég er áhugamaður um graffití og hef tekið þessar myndir af flottum verkum sem sjá má í Reykjavík. Þess ber að geta að ég tók þessar myndir áður en ég bloggaði um bannsett „taggið“.

Mynd við þar sem áður var portið hjá Sirkús hinum vafasama við Klappastíg. Leó er þarna með ís eða eitthvað.

Port við Héðinshúsið

Port við Héðinshúsið. Frábær mynd. Flottasta sem ég hef séð.

Undirgöng við Seljaveg.

Undirgöng við Seljaveg.

Við Héðinshúsið. Bessi pósar.

Stærsta myndin. Feykilega flott. Stór upplausn hér.

Ég og mynd af ónefndum Framsóknarmanni sem hefur gert mér lífið leitt 🙂

Site Footer