Á GRAFARBAKKANUM

Ég er með Ísland á heilanum. Ég fékk það á heilann við hrunið og eftirmála þess. Ég held að um sé að ræða þessa endurskoðun sem allir voru að tala um að væri svo nauðsynleg. Ég er allur í henni. Ég hef verið að tjá mig að undanförnu um hina hroðalegu Svíþjóð þar sem ég bý og hið ómögulega „sósíalíska“ kerfi sem hér tröllríður samfélaginu. Kerfi sem margir telja svo slæmt að það allt í senn leggi landið í rúst og ýti undir fólksflótta.

Jahérna hér…

En var það ekki einmitt hinn póllinn, „kapítalisminn“ sem beinlínis lagði allt í rúst og stuðlaði að fólksflótta? Hvað er eiginlega átt við með svona fullyrðngum? Skipta staðreyndir engu máli?

Stundum þá verð ég alveg bit við samfélags orðræðuna á Íslandi. Það er eins og staðreyndir skipti engu máli og einhverjar eldgamlar skotgrafir séu brenndepill umræðunnar. Það hefur oft verið bent á þetta en þessi meinsemd einhvernvegin umhverfðist í huga mér í gær og í dag.

Mér hefur oft verið bríkslað um að vera Samfylkingarmaður. Mér hefur verið brískað um að hafa fæðst með silfurskeið í munni og mér hefur verið bríkslað ofan í allskonar skotgrafir sem liggja þvers og kruss um samfélagið á Íslandi. Það er eins og fólk skilji ekki að það er til breiður og heiðríkur völlur 2 metrum fyrir ofan (skot)grafarbotninn. Þegar ég nota þetta hugtak skilji ekki á ég við algert fattleysi. Sumir eru svo samagrónir við skotgrafirnar sínar að þeir munu bera beinin ofan í drullunni. -Í varnarstöðu.

Ágætis dæmi um þessa árattu að þrýsta mér ofan í einhverja skotgröf var athugasemd sem birtist við bloggið mitt í gær þar sem ég reyndi að greina hinn ógurlega sósíalisma í Svíþjóð þar sem ég bý og tók nokkur dæmi um kröftugt atvinnulíf Svía sem væri væntanlega í hróplegu ósamræmi við sósíalismann sem á víst að gína yfir öllu. Athugsemdin er svo sem ágæt en niðurlagið var skýrt. „Ofan í helvítis skotgröfina með þig“. Hérna er niðurlagið:

Minni á að í hinni fögur, falluegu og saklausu Svíþjóð er starfandi járn- og stálvinnsla sem er ekki ósvipuð álvinnsu, auk þess eru þar margar olíhreinsunarstöðvar, efnaiðnaður, hergagnaframleiðsl o.fl., en þetta er svona iðnaður sem þú og skoðanasystkyni þín fyrirlíta.

Einmitt. Vegna þess að ég mærði kröftugt atvinnulíf Svía, taldi upp nokkrar staðreyndir um fjölda milljónamæringa og milljarðamæringa í landinu, þá er ég orðin að……. Samfylkingarmanni? ……Eða var það VG-ara?

-Er þetta boðlegt?

Betra dæmi er kannski þegar ég gagnrýni Sjálfstæðisflokkinn þá er ég átómatískt settur snyrtilega ofan í skotgröfina til vinstri og allt sem ég segi og allt sem ég skrifa og allt sem mér finnst er skoðað út frá því.

-Ha?

Gengur þetta upp? Gengur svona orðræða upp? Nú er það því miður svo að þessi skotgrafahernaður er alger regla í umræðunni og er á öllum sviðum þjóðfélagsins. Ef að fólk setur fram skoðun, bara á einhverju, er því skipað að fara ofan í skotgöfina sína og halda sig þar.

Nú er ekki rifist um hvort Davíð Oddson hafi sett Seðlabankann á hausinn, heldur HVORT hann hafi gert það! Eins og líkið af bankanum liggi ekki nógu flatt fyrir.

Ég er ekkert einn um að finnast ég vera lost í þessu skotgrafaspagettíi. Flestir vina minna eru alveg ringlaðir á þessu. Afleiðingin er almennt sinnuleysi gagnvart stjórnmálum og einhver innbundin gremja gangvart þjóðfélaginu. Birtingarmynd þess er orðskrýpið „kerfið“ sem allir hafa ímugust á.

Ég bloggaði einhverntíman um það að ég væri „pólitíkst viðrini“ og átti að vera voða fyndið. Ég sé það núna að ég er ekkert pólitísk viðrini og þetta var ekkert fyndið. Ég er bara með skoðanir sem passa ekkert ofan í skotgrafirnar.

Má ég nefna nokkur dæmi?

 • Ég er hlynntur ESB en ég lít á mig sem ákaflega þjóðrækinn mann
 • Ég er friðarsinni en ég vil að Ísland sé meðlimur í NATO
 • Ég er náttúruverndarsinni en ég er ekkert sérstaklega á móti raforkuframleiðslu. Ég er á móti því að hún sé notuð í eiturspúandi álver.
 • Ég lít á mannréttindi sem æðstu gildi samfélagsins en ég er hlynntur þyngri dómum í brotamálum.
 • Ég held að DV sé besta blaðið á Íslandi en ég er ekki vinur Baugs.
 • Ég vill að bareigandi fái að loka barnum sínum þegar hann vill en samt vil ég strangari reglur í kringum vínveitingaleyfi og þvíumlíkt.
 • Ég er hlynntur samkeppni í atvinnulífinu en vil binda það niður með sterkum samkeppnislögum.
 • Ég er á móti kvótakerfinu vegna þess að ég er sennilega of mikið til hægri. Ég vil að þjóðin eigi kvótann og leigi hann út til þeirra sem treysta sér til að bjóða hæst verð.

Ég er ekkert viðrini. Þetta eru skoðanirnar mínar og ég get stutt þær sterkum rökum.

Þótt að þessi skotgrafaeymd sé vissulega ömurleg er hún algerlega nauðsynleg fyrir fámennan hóp fólks. Stjórnmálamenn. Þetta eru kjöraðstæður stjórnmálamanna. Þeir eru nefnilega líka á sínum stað, alveg eins og kjósendurnir þeirra. Stjórnmálamenn þrífast þarna á grafarbakkanum eins og smájurtir og skjóta út sínum veiklulegu laufblöðum úr púðurmettaðri moldinni. Lifa einskonar snýkjulífi hvorir á öðrum og hafa það bara dágott. Á grafarbakkanum komast þeir nefnilega upp með allt og ég meina ALLT.

Ekki fyrir löngu þá vöru afnumin ógeðsleg lög sem veittu stjórmálamönnum meiri lífeyrisréttindi en öðrum hópum samfélagsins. það verður að taka fram að þetta er algjör undantekning. (Ég held að svona hafi aldrei gerst áður að svona ólögum hafi verið eytt) Allskonar rök heyrðust gegn þessu. Birgir Ármannson í Sjálfstæðisflokknum sagði beinlínis að það væri ómögulegt að breyta þessum lögum. -Það væri bara ómögulegt.

Fyrst ég er byrjaður að tala um þessi eftirlaunalög þá verð ég að minnast á forsendurnar fyrir því að þau voru sett á. Ég ætti eiginlega að segja afsökunin fyrir þessum ofur-eftirlaunum. Stjórnmálamennirnir sögðu að þingmannstarfið væri svo sértakt að þegar þingmaður hætti þingmennsku fengi hann hvergi vinnu við hæfi. -Vinnu við hæfi! Þetta þýddi í raun að þeir þingmenn sem fengu ekki bitling að loknum þingmannsferli væru svo sértakir að þeir yrðu að fá sambærilegt starf þegar þeir færu aftur út á vinnumarkaðinn. Mér held reyndar að flestar ráðningaskrifstofur líta svo að seta á Alþingi liti helvíti vel út á CV-inu.

Þetta hefur fengist þrifist í skjóli skotgrafanna. Spilling ágætu lesendur. Það er okkur Íslendingum að kenna að spilling grasserar. Við höfum leyft stjórnmálamönnunum að komast upp með hvað sem er vegna þess að við þorum ekki litið að líta yfir skotgrafarbakkann. Það er nefinlega sannleikskorn í því sem oft heyrist að við fáum þá stjórnamlamenn sem við eigum skilið.

Stjórnmálamenn tala gjarnan um að „traust“ verð að ríkja milli þjóðar og þings. þetta er vitleysa. Þetta er bull. það á ekki að ríkja traust. það á að ríkja hæfilegt vantraust milli þjóðar og þings. Þannig tryggjum við bestu útkomuna.

Það er sagt um grænlenska sleðahunda að þeir mega aldrei verða saddir. Þeir verða alltaf að vera svangir. -Ekki hungraðir, heldur svangir. Þannig er best að keyra sleðann.

Eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar var að koma á stjórnlagaþingi til þess að semja nýja stjórnarskrá fyrir Ísland. Þetta er löngu tímabært og beinlínis frábært. Áðurnefndur Birgir Ármannson segir reyndar þessa hugmynd vera „gæluverkefni“ en ég er hjartanlega ósammála honum. Þetta verður að eiga sér stað og þetta er ekki gæluverkefni heldur mikilvægasta verkefni Íslands frá lýðveldisstofnun.

En það er ekki bara stjórnarskráin sem þarf að endurskoða. Við þurfum öll að endurskoða okkur og moka ofan í skotgrafirnar. Þannig og aðeins þannig getur almennileg þjóðmálaumræða þrifist. Þannig og aðeins þannig fáum við sterka tréstofna í staðin fyrir veikburða fléttugróður sem þríst á grafarbökkum samfélagsins

20 comments On Á GRAFARBAKKANUM

 • Sæll og þakka þér kærlega fyrir þetta mikilvæga innlegg.

  Staðreyndin er sú að Ísland er rotið í gegn. Innviðir kerfisins eru fúnir og við kunnum ekki að takast á við vandann öðruvísi en að fara í skotgrafirnar.

  Gamla Ísland er ekki enn dautt, það er enn líf í "líkinu" því að almenningur virðist, þvi miður, vera of vitlaus (svo ég segi það bara hreint út) eða óþroskaður til að skilja hvað snýr upp og hvað niður. Á meðan Gamla Ísland lifir þá getur ekki hið Nýja Ísland fæðst. Það er EKKI pláss fyrir bæði.

  Almennningur á Íslandi sannar kenninguna um að "fólk sé fífl" því að hann kyssir alltaf vöndinn og sér ekki í gegnum spuna hrunaflokkanna þó að staðreyndirnar blasi við.

  Allir útlendingar skilja það, nágrannaþjóðirnar eru með það á hreinu, meira segja ameríkanar eru með það á hreinu líka- en EKKI ÍSLENDINGAR!

  Á meðan hvorki núið, staðreyndir og rök geta fengið fólk á Íslandi til að taka sönsum þá er EKKERT hægt að gera annað en leyfa fólki að ganga þennan veg til enda. Alveg sama þó maður sjái og viti að sú ganga sé beint til heljar (ég hélt við værum komin á botninn að öllu leyti).

  Það er ekki hægt að hjálpa fólki sem skilur EKKI vandann eða ákveður að leita hans annars staðar en hjá sjálfu sér.

  Ég viðurkenni það alveg, að mér finnst þjóðin stöðugt fá það sem hún biður um…. og þá líka um leið það sem hún á skilið.

  Sorry, reyndu bara að njóta þess sem þú og þitt fólk eruð að gera og vera í núinu og láta þetta ógeð (skotgrafirnar) eiga sig.

  Það er eins og að kasta perlum fyrir svín.

  Gangi þér vel

 • Góður pistill atarna.
  Kv. Solveig

 • Ágæt grein en þú hefðir þurft að lesa hana betur yfir og snurfusa svolítið málfarslega til að hún væri verulega góð. Orðið "grafarbakki" er líka of gildishlaðið til að nota á þann hátt sem þú gerir.

 • Frábær pistill!!!
  Orð í tíma töluð!!

  Það eru margir Íslendingar sem búa erlendis, sem eftir Bankahrunið hafa fyllst móður-og föðurlandsást.

  ÞÚ ERT GÓÐUR FULLTRÚI OKKAR.

 • Flottur pistill og tharfur.

  Audvitad á ad idka heilbrigda skynsemi og láta ekki forpokada flokkadrætti trufla sig.

 • Ég held að vandamálið er fyrst og fremst að Íslendingar hafa aldrei lært að tala saman, aldrei lært að rökræða og aldrei lært að hlusta á hvorn annan.

  Í staðinn hefur þeim verið innprentað það að þetta sé fótboltakeppni og liðið þitt vinnur jafnvel þó að það sé eins og ítalskt knattspyrnulið, dettandi inn í vítateig án þess að nokkur maður sé nálægt og vinnir á víti spillts dómara sem lítur undan. Síðan öskra menn að þú tilheyrir þessu fótboltaliði þar sem það hljómar svo vel á velllinum eða á kaffistofunni þar sem þeir öskra út í horni yfir alla hina.

  Því miður skilja Íslendingar svo ekki spillingu, þeir hafa verið umvafðir henni allt sitt líf, innprentað af sannleiksritum Morgunblaðsins og Tímans að spilling sé góð, hún næri þjóðina, hún sé eðlileg framþróun lífs á jörðu á meðan heiðarleiki, vönduð vinnubrögð og jafnræði í stjórnsýslu er eitthvað sem þvælist fyrir og eitthvað ljótt.

 • Umræðan á Íslandi er mjög kaótísk.

  Margir halda því fram að hér séu einhverjir hrunflokkar sem hafi komið öllu í óefni.
  Þetta sama fólk virðist hvorki vita né skilja það, að Ísland varð fórnarlamb alþjóðlegrar fjármálakreppu sem reið yfir heiminn árið 2008.

  Af sömu ástæðu sýkna þessir sömu aðilar útrásarvíkingana af öllu hruninu og kjósa að horfa framhjá þeirra þætti í vandræðum Íslands. Þetta sama fólk sér enga ástæðu til að lögsækja þessa svokölluðu útrásarvíkinga, né að ná tilbaka því fé sem þeir plötuðu út úr þjóðinni.

  Þegar fólk er spurt af því af hverju það heldru því fram að hrunið sé allt Sjálfstæðisflokknum að kenna, erum svörin oftast þau, að þessi flokkur var við völd í 18 ár. Basta.

  Bíðið við. Breski Verkamannflokkurinn er búinn að vera við völd í 12-13 og þar hrundu margir bankar, auk þess að landið er orðið stórskuldugt.
  Er það efnahagslega skipbrot sem Bretland er í þá ekki Verkjamannaflokknum að kenna?

  Nei, svara þær sálir sem halda því fram að hrunið hér sé Sjálfstæðisflokknum að kenna, og segja að í tilfelli Bretlands sú alþjóðlegri fjármálakreppu um að kenna.

  Fólk segir; Sjálfstæðisflokkurinn hannaði kerfið sem hrundi, eða öllu heldur einn maður, Davíð Oddsson.

  En bíðið við. Voru ekki ríkisstjórnir þær sem Sjálfstæðisflokkurinn átt aðild að með Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum, að framfylgja ákvæðum ESS samningsins um minna regluverk, meiri opnum efnahagskerfisins, frjálst flæði fjármagns, einkavæðingu banka og opinberra fyrirtækja til að auðvelda efnahagslegan samruna innan ESS lesist ESB?

  Varð það ekki ESB sem hannaði það kerfi sem loks hrundi hér eins og í Bretlandi, Grikklandi, Spáni, Írlandi og víðar?

  Er nema von að hér á Íslandi sé stundaður skotgrafarhernaður þegar sjónarmiðin eru svona.

 • og Nafnlaus kl. 15.55 fellur þráðbeint flatur nákvæmlega í þá gryfju sem Teitur reynir að koma fólki uppúr með blogginu sínu.

 • Nákvæmlega. 🙂 Einmitt það sem ég hugsaði. Ég held þessi komi aldei upp úr skotgröfinni. Fólk sem trúir því í ALVÖRU að hrunið hafi komið að utan eru mosavaxinn við ruglið.

 • Brottfluttur:

  Ég tek 100% undir hjá þeim sem skrifar fyrsta commentið hjá þér og einnig flestu af því sem þú segir sjálfur í þinni grein.

  Sjálfur var ég á móti því að axla ábyrgð á Ice-Save reikningum þeirra Landsbankamanna fyrir 6 mánuðum.

  Þá bjó ég á Íslandi en gafst upp og flutti út og sé ekki eftir því. Ég lít öðruvísi á málin nú enda er fréttaflutningur á Íslandi afar brenglaður hvað varðar Ice-Save málið.

  Það er alveg 100% klárt að við Íslendingar berum skyldu og erum ábyrgir fyrir Ice-Save klúðrinu. Það er ENGINN vafi á því sama hvað menn reyna spinna það mál. Það er vissulega blóðugt en engu að síður bláköld staðreynd.

  Allar fréttir af Íslandi hér í Evrópu, N-Ameríku og á Norðurlöndunum eru neikvæðar og Ísland er klárlega notað sem dæmi um hvernig ekki á að gera hlutina.

  Fólk skilur ekki hvernig einstaklingar, líkt og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og síðan bankastjóri Seðlabankans sem fór í þrot, sé allt í einu gerðir að ritstjóra (fyrrverandi) virtasta blaðs landsins.

  Almennt virðist það goodwill sem Íslendingar áttu erlendis vera gufað upp. Það á ekki aðeins við fyrirtæki heldur líka almenning því að menn eru farnir að halda að almenningur sé jafn siðlaus og vitlaus og banka-og stjórnmálamennirnir sem komu okkur þarna.

  Þetta er afar sorglegt en þegar maður les fréttir að heiman um hvernig fólk hagar sér og þá þróun sem virðist vera eiga sér stað þá missir maður sjálfur alla samúð með löndum sínum líka og skammast sín.

  Skoðanakannanir sýna t.d. að Sjálfstæðisflokkur sé orðinn stærsti flokkurinn þrátt fyrir að vera arkitekt af hruninu. Framsóknarfylgið eykst líka.

  Íslenskur almenningur virðist vera tilbúin að skrifa undir bullið og vitleysuna og hikar ekki við að gerast þjófsnautur (Ice-Save) og ætlar núna að láta taka annan snúning á sér og kjósa Hrunaflokkana.

  Svona fólki er ekki engin vorkunn, þó vissulega megi segja að það eigi mjög bágt en þau bágindi eru algjörlega 100% þeirra eigin verk.

  Góðar stundir.

 • Sæll Teitur.

  Ég er sammála, svo algerlega sammála því sem þú skrifar í þessum pistli.

  Haltu áfram. Þeir sem ekki skilja núna, munu skilja það sem þú ert að segja einn góðan daginn.

  Allt í einu mun þokunni létta í heila þeirra, smásmuga opnast, og rödd skynseminnar mun læðast inn og festa rætur.

 • Það er greinilegt að þrátt fyrir að Teitur sé að skrifa hér á vefnum að fólk eigi að fara úr skotgröfunum, að hann og þeir sem eru sammála honum hér í athugasemdakerfinu, eru enn í sínum skotgröfum.

  M.ö.o. þið eruð að segja að fólk eigi að fara úr sínum skotgröfum svo þið getið skotið á það fólk sem ekki er sammála ykkur úr skjóli ykkar eigin skotgrafa sem þið viljið svo ekki sjálf fara úr.

  Að það sé til fólk sem afneitar því að Ísland hafa orðið fórnarlamb alþjóðlegrar fjármálakreppu og að Davíð Oddsson einn og sér hafið komið hruninu af stað.

  Að afneita því að Ísland hafið orðið fórnarlamb alþjóðlegrar fjármálakreppu, er jafn fáránlegt að afneita Helförinni.

  Ekki það að Davíð eða Sjálftæðisflokkurinn séu einhverjir sakleysingjar í þessu öllu saman.
  En með því að horfa framhjá þætti útrásarvíkinganna og hinna gráðugu banka- og bankamann, er menn að festa sig í sessi í sínum skotgröfum.

  Og það að Teitur segir að honum finnist DV sennilega besta dagblað á Íslandi, segir mikið um skoðanamyndanir hans. Nema náttúrulega að maðurinn sé að grínast.
  Einhliðari málflutningur í einu dagblaði er ekki hægt að hugsa sér.

  Kveðja:

  Nafnlaus kl. 15.55

 • Það er svo skrýtið Nafnlaus 15:55 að það er ekki hægt að svara þér. Ég held að það bara tæki allan minn tíma. Að svara þér er reyndar verðugt verkefni fyrir heimsspekideildir á Íslandi.

  Það er bara svo mikið að hvernig þú hugsar. Hvort það séu annarlegar ástæður að baki eða beinlínis fáviska, er ég ekki vissum en veit ekki hvort er verra.

  Ég ætla þó aðeins að reyna að svara 2 fullyrðingum þinum.

  Íslenska efnahagshruið var alþjóðlegri fjármálakreppu að kenna:

  Jú, þar byrjaði stormurinn en öll lönd önnur en ísland stóðu af sér storminn. Í engu landi hrundi bankakerfið nema á Íslandi.

  Ég er nokkuð viss að meir að segja hörðustu skotgrafarottur samþykki þetta. Enda varla hægt að rifast um beinharðar staðreyndir.

  Langflestir álitsjgafar eða það sem kallað er "sérfræðingar" eru sammála um að efnahagshrunið sé Made In Iceland. Ég veit bara um einn álitsgjafa sem heldur hinu fram, þeas þeirri skoðun sem þú viðrar. Hann heitir Hannes Hólmstein Gissurarson

  Svo kemur þú með eiginlega snúnustu spurninguna. Fullyrðingu mína um að mér finnist DV vera besta blaðið á Íslandi. Þú segir mig samkvæmt því vera komin ofan í skotgröf!

  Þessi skoðun afhjúpar hversu ótrulega langt skotgrafirnar ná og dekka fyrirbæri á borð við smekk fólks á daglegum fyrirbærum.

  Fílar DV? – Samfylkingarmaður!!

  Nei Naflaus 15:55.

  -Hættu nú alveg.

 • Það myndi allt lagast mikið ef Samfylkingin væri bönnuð sem stjórnmálaflokkur. Starfsemi Fasistaflokka er víða bönnuð með góðum árangri sama gildir um anarkista kommúnista og aðrar niðurrifshreyfingar. Samfylkingin samanstendur af ofstækisfullum húsmæðrum og opinberum starfsmönnum sem vilja leggja niður lýðveldið Ísland. Best er að stoppa þetta með ákvæði í stjórnarskrá á nýju stjórnlagaþingi.

 • Rosalega er ég feginn að nafnlaus brottfluttur er brottfluttur. Greindarvísitala landsmanna snarhækkaði.

 • Teitur er kominn á grafarbakkann. Sjálfstæðisflokkurinn er jafnt og þétt að ná fyrri styrk og Framsókn er í mikilli sókn. Þrælastjórnin er í frjálsu falli enda gengur illa að sannfæra landann um kurteisina í að borga iceslave svo evrópusvikararnir geti klórað Gordon Brown bakvið eyrað svo hann mali fyrir þá í svolitla stund.
  Ég dreg þjóðhollustu Teits mjög í efa enda ver hann hér hrunflokkinn Samfylkingu með kjafti og klóm alla daga meðan hinn hrunflokkurinn;Sjálfstæðisflokknum er kennt um allt sem miður fer.Ekki ólíkt fjöldamorðingja sem sakar aðra morðingja um að drepa fólk.

 • Fyrir þá sem ekki eru facebook vinir Teits þá má benda á að undir "politcal views"
  stendur: "Anti-Sjálfsstæðisflokkur".
  En það er bara af því hann er á "móti" skotgrafahernaði.

  Örn Johnson 310567.

 • Genginn fram á grafarbakkann, Guðlaus vantrúar-Teitur með silfurskeið í munni, orðinn nokkuð feitur.
  Sjálfstæðismenn hatar hann enn
  og hyggur þá vonda karla
  um Samspillinguna á hann bágt, og bloggar harla fátt svo ég blátt áfram minnist þess varla.

  Góð kveðja frá gömlum eyjamanni og vini úr trésmíðinni.

 • He he..

  Þú ert betri smiður en skáld.

  -Svo mikið er víst. 🙂

Comments are closed.

Site Footer