GRÁA SVÆÐIÐ ER VETTVANGURINN

Það er fróðlegt að lesa heimasíðu Bankasýslu ríkisins.   Yfir heildina litið er þessi lesning samt frekar hrollvekjandi.  Það er hlekkur sem heitir „Ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum“ sem gæti hæglega flokkast í bókmenntafræðinni sem „thriller“.

Lesið þetta:


Hérna er hlekkurinn á síðu bankasýslunnar

Ef maður prufar að greina þetta örlítið niður, hríslast niður bakið kaldur hrollur..  Og ég er ekki að grínast.

Fyrsti punktur:

Þetta er ósköp beisikk og auðskiljanlegt.

Annar punktur:

Sama hér en aðeins meira tvist.  Hugmyndin vaknar um að sama manneskjan gæti verið í stjórn margra fyrirtækja.  Það er s.s bannað.  Sennilega góð hugmynd.

Þriðji punktur:

Jamm.  Algert leyndó.  Trúnaður og þessháttar.  Þetta er reyndar módel sem er misnotað og hefur verið misnotað, en góðra gjalda vert.

Fjórði punktur:

Hérna byrjar hrollvekjan.  Ég vek athygli á orðunum „að jafnaði“ og „mat félagsins hverju sinni“.  Þessi grein er stórmerkileg.  Þetta er gráa svæðið nýmálað.  Pælið í því!  Þessi grein opnar leið fyrir forstjórann að meta sjálfur hverjir eru innherjar og hverjir ekki.  Skyldi Páll Magnússon setja sjálfan sig sem innherja þegar kemur að umsýslu með bréf í Íslandsbanka þar sem bróðir hans er einn af stjórnendunum?   Þessi grein er svo gal-opin að ef einhver myndi um orða hana, þá væri hún svona:  -Forstjórinn ræður.  Þetta er greinin sem er út um allt í allskonar stofnunum og fyrirtækjum sem gera stjórnendum kleyft að koma fram í sjónvarpi og segja bljúgir: Við brutum engin lög – Við fylgdum öllum reglum.  Þessi grein er öryggisventill fyrir vafasamar ákvarðanir og löggilding fyrir spillingu í skjóli hins opinbera.

Fimmti punktur:

-Einmitt.

Bankasýsla ríkisins er valdamesta staða í íslensku fjármálalífi.  Völdin eru reyndar ekki fullþroska akkúrat núna, enda bankarnir í hálfgerðri gjörgæslu.  Samkvæmt lögum um Bankasýslu ríkisins munu allir hlutar ríkisins í fjármálástofnunum vera seldir innan 4 ára. Þá, góðir hálsar, mun forstjóri Bankasýslu ríkisins vera valdamesti maður í íslensku efnahagslífi.

Þá er komin í forstjórastólinn:

-Reynslu minnsti umsækjandinn.
-Sá með minnstu menntunina.
-Sá sem var innsti koppur í búri hinnar misheppnuðu bankasölu sem átti stóran þátt í efnahagshruninu
-Sá sem er beintengdur inn í peningaarm Framsóknarflokksins.
-Reglurnar
sem forstjórinn vinnur eftir um innherjaupplýsingar, eru sérhannaðar fyrir vafasama viðskiptahætti.  Hann getur alltaf sagt:  „Ég fórum eftir ýtrustu reglum og braut engin lög“

-Og haft rétt fyrir sér.

Um þessa ráðningu veður aldrei sátt.    -Aldrei.

Site Footer