You don’t mess with the Zohan

Í gær horfði ég á 2 myndir í sjónvarpinu. Heimildamynd um hormónavandamálið í bandarískum íþróttum og nýjustu mynd Adams Sandlers, You dont mess with the Zohan. Það er skemmt frá því að segja að ég hló allan tímann af þessari mynd.

Hún er ógeðslega fyndin. Ég hafði lagt mig fyrr um daginn og gat því ekki sofnað um leið og Ingunn og strákarnir. Þessvegna þurfti ég að passa mig verulega þegar holskeflur hláturskastanna gengu yfir mig.

Myndin fjallar um ísraelskan sérsveitarmann sem langar til þess að verða hárgreiðslumaður. Zohan hefur líka veikleika fyrir gömlum konum sem hann sængar hjá hægri og vinstri með óaðfinnanlega hárgreiðslu frá early 90’s. Þessa greiðslu fá reyndar allir kúnnarnir hans líka. Mér þykir líka óborganlegt að hann gerir mikin greinarmun á hair-dresser og hair-stylist. Ég hef aldrei fattað út á hvað þessi munur gengur.

Myndin er alger della og mér sýnist Adam gera grín af stærsta pólitíska deilumáli síðustu árhundruða í þessari mynd. Deilu Ísraels og Palestínumanna. Auðvitað er gyðingleg slagsíða í myndinnni en ég fyrirgef honum það. Allir fá sinn skammt af delluhúmornum hans Sandlers. Ég gef þessari mynd 5 stjörnur.

IMDB gefur myndinni lélega einkunn (5,7) og Rotten tomatoes enn verri (35%). Nokkrar uppáhalds myndirnar mínar eru settar undir þessa sök, að allir aðrir en ég finnast þær leiðinlegar. Besta dæmið er Ace Ventura 2 sem mér finnst ógeðslega fyndin. Líka Little Nicky. Hún er gull. Superbad er líka frábær.

Ég veit að Hjálmar frændi á eftir að grenja úr hlátri yfir þessari mynd. Hérna er smá sýnishorn úr Zohan.

1 comments On You don’t mess with the Zohan

  • Hjálmar frændi þinn hefur nú þegar grenjað af hlátri yfir þessari. sá þó aðra betri „Tropic Thunder“ m. Ben Stiller og R. Downey. algjör sprengja, ég hló svo mikið að það sprungu æðar í hausnum á mér og hausverkurinn eftir því.
    kv
    H.

Comments are closed.

Site Footer