GOTHIA CUP – ÍBÚÐ TIL LEIGU Í GAUTABORG

VIð fjölskyldan komum heim til Íslands þann 27. júní og verðum í fríi í heilar 5 vikur.  Þann 18. til 23. júlí verður haldið hér í Gautaborg stærsti íþróttaviðburður Svíþjóðar þegar Gothia-cup verður haldin í 36. skiptið.  1600 lið frá 70 löndum taka þátt og þar á meðal eru nokkur íslensk lið.

Það er svo fyndið að ég hitti Ingunni konu mína fyrir utan Ullevi þar sem hún var bara krakki í valsbúning árið 1990, en þá var ég Norjobbari hjá Volvo.  Ég man alveg eftir að hafa hitt hana en hún man minna eftir þessu en rámar í að hafa hitt einhverja „kalla“ (21 árs) fyrir utan
Ullevi.

Til að gera langa sögu stutta þá býð ég þeim sem langar, íbúðina mína til leigu þessa viku og jafnvel eitthvað lengur ef vilji er fyrir hendi.  Vinkona Ingunnar dvelur í íbúðinni fyrstu vikuna í júli en íbúðin er laus frá 10. til 31 júli ef eihver hefur áhuga.

Þetta er ekkert hipp og kúl íbúð.  Það myndi sennilega sléttast úr krullunum á Arnari Gauta ef hann vogaði sér inn fyrir þröskuldinn.

Íbúðin er alveg ágæt og á fínum stað.  15 mín akstur niður í Central Station, rétt upp við frábært útivistarsvæði (skóg með fögrum tjörnum og sólbaðstryllingi)  Íbúðin er svona 100 fermetrar á 2 hæðum.  Raðhús byggt fyrir svona 50 árum.  3 herbergi þar sem 6 fullorðnir rúmast alveg prýðilega.  4 fullorðnir og 2 krakkar eru sennilega heppilegasti hópurinn, en mér er slétt sama hvað margir taka sig saman.

Hér fyrir neðan eru myndir af herlegheitunum og vísun á dýrðina úr Google Maps.

Eldhúsið er ágætis.

Ógeðfeldar upplýsingar eru að finna á ísskápshurðinni

Garðurinn minn er fínn og þarna sést í skipstjóragrillið mitt.

„Skrifstofan“.  Þarna eiga myrkaverkin sér stað undir vökulu auga heimsmeistarans í fegurð.

Gestarúm er þarna.  Frekar hörð dýna en við keyptum svona auka-yfirdýnu.

Framhlið húss þess er um ræðir.  Þrjótur stakk sér inn fyrir hliðið í fyrradag og stal reiðhjóli Ingunnar.

Pallurinn sem ég smíðaði.  Þarna er sól frá klukkan 8 til svona 14.

Stofan.

Ágætis borðstofuborð fylgir sem og fornaldarsögur norðurlanda og allur Jón Trausti.

Stofan séð hinummegin frá. Mynd eftir Mömmu af Herðubreið og Sony-hlunkurinn minn.

Aðalinngangur séður innanfrá.

Hjónaherbergið er lítið og lakið passar ekki á rúmið.

Herbergi strákanna. Wii fylgir og 2 leikir.

Kojan er stór og fín.  Rúmar ágætlega stóra. Ég hef sofnað þarna nokkrum sinnum.

Það sem er óvenjulegt við þessa mynd að það er ekkert sérstaklega mikið drasl þarna.

„Botnlanginn“ við Ormebacksgötuna númer 2.

Sko.

Greinilegt hvar garðurinn minn er.  Svíar slá nefnilega reglulega.

Afstaðan séð frá götunni.

Hérna er svo hægt að sjá hvar við búum í samhengi við annað í borginni.

Það er ýmislegt að gerast hérna fyrir utan Göthia Cup.  Tónleikar með Prince í Way Out West-hátíðinni, Tónleikar með „Big Three“ (Metallica, Slayer og Megadeath 3. júlí) og svo meiri metall á Ullevi.  Iron Maiden þann 1. júlí. Metaltown 17 til 18 júní. PIL og allskonar dót.  Best að gramsa hérna.

Anyway.  Þetta ætlum við að leigja út á sanngjörnu verði.   Sendið mér tölvupóst:

teitur.atlason@gmail.com

Site Footer