GNARR SKAMMAÐUR

Hafi ég einhverntíman haft lítið álit á íslenskum stjórnmálum, þá er það núna.  Besti flokkurinn og Samfylkingin eru skammaðir fyrir að reyna að laga fjárhag borgarinnar.

Og hverjir skamma?

-ÞEIR SEM SETTU BORGINA Á HAUSINN !!

Það verður alveg örugglega gaman hjá þeim þegar þau taka við borginni, með hreint borð þökk sé Besta og Samfylkingunni.  Það verður kátt í höllinni og ég er viss um að gleðin verður slík að Hanna Birna tekur „vélmennið“ við undirleik Ultravox.

Djókið er,  og takið nú eftir….

Djókurinn er að Jón Gnarr er að gera nákvæmlega það sem að stjórnmálamenn eiga að gera.  -Vaða í erfiðu málin.

Og hann er skammaður fyrir það.

.

Site Footer