GLITNIR Í SÆNSKA SJÓNVARPINU

Ég var að horfa á TV4 hér í Sverige. það var lítilega minnst á að íslenka ríkið hefið keypt 75% hlut í Glitni. Mesta púðrið fór í að fjalla um björgunaraðgerðir fyrir aðra banka.

Hversvegna í andskotanum fékk þetta fyrirtæki ekki bara að fara á hausinn? Jói í Blikksmiðjunni fer á hausinn, Dóra í Hár og púður en ekki bankinn hans Jóns Ásgeirs! Getur einhver sagt mér hvað er svona hræðilegt við að Glitnir verði gjaldþrota? Eignir hans seldar og gengið frá þrotabúinu á hefðbundinn hátt! Þessir banka-labbakútar með 10 miljónir í mánaðalaun eru GULLTRYGGÐIR. Þeir geta ekki farið á hausinn. Þökk sé ríkisstjórninni.

Hvaða helvítist bananalýðveldi er landið mitt eiginlega orðið.

2 comments On GLITNIR Í SÆNSKA SJÓNVARPINU

  • Glitnir myndi bara taka svo marga niður með sér. Spilaborgin myndi hrynja. Síðan hefði ríkið þurft að borga þeim sem áttu sparifé inn á reikningum þarna. En hvort þetta var rétta leiðin er umdeilanlegt.

  • Hvernig myndi Glitnir taka marga niður með sér? Áttu við hluthafa Glitnis? Ef að ríkið á að bjarga fyrirtækjum þegar illa gengur á ríkið líka að fá hluta af gróðanum þegar vel gengur. Svoleiðs er (sem betur fer) ekki í gangi.

    Sparifé er tryggt upp að 2 milljónum á haus. Allt umfram það er tap. en 80 og eitthvað miljarðar til að redda þessu fyrirtæki er útí hött. Flestir skulda bankanum sínum. Fæstir eiga nokkurn skapaðan hlut. Þessar skuldir eru EIGNIR bankans og hægt er að selja þær til einhverra sem kunna að reka banka.

    Eini sjensinn til þess að ríkið fái eitthvað verður kapallinn aðð ganga upp. Að á einhvejrum tímapunkti verði hægt að selja með hagnaði.

Comments are closed.

Site Footer