Glitni fórnað fyrir 50 cent

Mér þykir ekki skrýtið að bankarnir eigi í erfiðleikum. Þeir hafa í góðærinu brotið helstu reglu sem fylgir uppgangstímum. -Að safna fé. Veðjað hefur verið á áframhaldandi góðæri með hrikalegum afleiðingum. Flottræfilsháttur æðstu stjórnenda er með ólíkindum. Miljóna tugir í laun á mánuði auk ríflegra fríðinda. Nýlega kom í fréttum að fyrrverandi stjórnarmenn FL-Group hafi samið um ævilanga frímiða fyrir sig og maka sína. Þetta segir kannski meira en mörg orð yfir stemninguna sem ríkti meðal þeirra ofurríku. Allt kapp var lagt á að moka undir rassgatið á sjálfum sér meðan fyrirtækinu blæddi.

Ég man eftir í fyrrasumar sjón sem ég gleymi ekki í bráð. Þá var ég á Laugaveginum einn góðviðrisdag ásamt fjölda Reykvíkinga. Með ís í hönd og yfirbugðaður af kæruleysi. Kemur ekki akandi framhjá mér (fyrrverandi) stjórnarformaður Glitnis í nýja blæjubílnum sínum. Sem er ekki í frásögur færandi nema að stjórnarformaðurinn í þessu risa-fyrirtæki var með derhúfu eins og rapparar bera gjarnan á höfði sér og snéri derið aftur. Stjórnarformaðurinn hlífði augum sínum fyrir Reykjavíkursólinni með sólgleraugum sem hafa sjálfsagt kostað mánaðarlaun verkamanns. Nú þetta er í sjálfu sér ekkrert sérstaklega merkilegt fyri utan að stjórnarformaðurinn var með græjurnar í botni því heyra mátti að listamaðurinn 50 cent greina frá helstu afrekum sínum á sviði kynlífsins.

Stjórnarformaðurinn leit satt best að segja út eins og spilltur unglingur sem var að sýna sig á planinu í Versló.

Þetta þykir mér ekki traustvekjandi. Þetta er bara kjánalegt og beinlínis skaðlegt fyrir Glitni. Enginn vill láta svona vitleysinga geyma peniningana sína eða ráðleggja sér í fjármálum.

Site Footer