GÍSLI MARTEINN OG BLÁA TUNNAN

Ég reit fyrir nokkru litla greiningu á Sjálfstæðisflokknum. Hana er að finna hér. Þar er m.a sagt frá þversögninni sem alltaf kemur betur og betur fram í stefnu Sjálfstæðisflokksins. það er annarsvegar þar sem eintaklingunum er stillt upp á móti hinu tortímandi „kerfi“ og svo hinsvegar þar sem „kerfinu“ er stillt upp á móti einstaklingnum.

Þessi tvö sjónarmið eru svo notuð eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni. Prýðisdæmi um þetta er t.d að haldið er uppi vörn fyrir hið óréttláta kvótakerfi. En þar er hið eðlilega svar hægri stefnunnar hundsað (að ríkið eigi kvótann og leigi hann út hæstbjóðanda) og liðsinni veitt í óskiljanlegu og óréttlátu kerfi sem sett hefur landið á hausinn ten times over.

Svo er það dæmið um Bláu tunnuna hans Gísla Marteins. Það er eftirfarandi:

[Á]gætis dæmi um þetta er þegar Reykjavíkurborg (undir stjórn Sjálfstæðisflokksins) ákvað að bjóða upp á „bláu (rusla)tunnuna“ fyrir reykvísk heimili. Þar fór Reykjavíkurborg með öllu sínu apparati og innfrastrúktúr í beina samkeppni við fyrirtæki sem þegar bauð upp á „grænu tunnuna“ sem var svipað konsept. Ég var þá einmitt í áskrift að svona grænni tunnu og þegar bláa tunnan kom, var hún þúsundkalli ódýrari en græn tunna einkafyritækisins Gáms. Ég hringdi í Gám og spurði hvort þeir gætu jafnað verð Reykjavíkurborgar. Nei því miður var svarið. Við getum það ekki (reyndar hefur þetta greinilega breysts því græna tunnan er nú á 950 kr). Ég sagði því upp grænu tunnunni og fékk mér (Sjálfstæðis)bláa tunnu. Enda var hún mun ódýrari. Sem sagt. Þarna var Sjálfstæðisflokkurinn að eyðileggja markaðinn fyrir einkafyrirtæki.

Gísli Marteinn, einn af skósveinum Hannesar Hólmsteins var heilinn á bakvið þetta inngrip í markaðinn og aðspurður hverju þetta sætti var svarið eitthvað á þessa leið:

„Við erum lögbundin því að veita Reykvíkingum ákveðna þjónustu og við verðum að fara eftir lögum. Þessvegna bjóðum við upp á þessa nýjung“.

Gísli faldi sig þarna bakvið einhver lög sem hann hefið alveg getað horft framhjá eða túlkað öðruvísi. Það sem gerðist þarna var míní útgáfa af stækkunaráráttu kerfisins sem Sjalfstæðisflokkurinn mælir sjálfur svo hart í mót.

það er gaman að geta þess að Sjónvarpsstjóri RÚV hefur alltaf notað sömu afsökun fyrir því að ríkissjónvarpið sé í samkeppni við Stöð2 og Skjá1 um kaup og sýningar á amerískri afþreyingarefni.

Sjálfstæðisflokkurinn er tæknilega ekki stjórnmálaflokkur. Hann er eitthvað annað. Það er enginn stefna sem heitið getur því orð og æði fara ekki saman þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annarsvegar. Muniði eftir slagorðinu um „báknið burt“. Eftir 18 ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins þandist „báknið“ út með ókunnum þrótti og hefur aldrei verið stærra.

Ég hvet alla lesendur að sneiða hjá pótentánum Sjálfsstæðisflokksins og skrumslælingu þeirra á veruleikanum. Þeim gengur ekkert gott til og dæmin hafa sýnt og sannað að annarleg sjónarmið ráða för frekar en hagsmunir fjöldans.

13 comments On GÍSLI MARTEINN OG BLÁA TUNNAN

 • Það getur vel verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé tæknilega ekki stjórnmálaflokkur.

  En Samfylkingin er í raun ekki stjórnmálaflokkur, heldur samkunda mennta og fræðielítu sem eru með lýðskrum og velhljómandi en innihaldslaus slagorð sem búin eru til í háskólum þessa lands.

  Eina stefna Samfylkingarinnar er að koma Íslandi í ESB til þess eins og hópur fólks úr mennta og fræðaelítunni geti fengið vellaunuð störf niður í Brussel.

 • Borgarmál eru ekki pólitík…

  Höfum það á hreinu…

  Þetta er bara svoleiðis svo að verslings flokkarnir geti fengið meiri styrk frá ríkinu….

  Bara rugl að kjósa eftir flokkslínum í borg… (eða yfirhöfuð að mínu áliti)

  Ólinn

 • Nákvæmlega, sá sem gengur í Sjálfstæðisflokkinn gerir það til þess að fá eitthvað í staðin og þá skiptir engu máli hvort það er tækifæri fyrir einhver úr fjölskyldunni eða peningar undir borðið og feitt djobb í kaupbæti. Þetta eru hagsmunasamtök klíkubræðra, klíkubræðra sem hjálpa hvert öðru við að láta opinbert fé ofan í vasa hvers annars.

  Kveðja Valsól

 • Hægri hreifingin blátt framboð… eða blá tunna! Flokkarnir eruu tunnur, eða trog fullar af endurnýtanlegum úrgangi, þ.e. atkvæðum sem geta kosið aftur og aftur…

 • Valsól

  Ég ætla bara minna þig á það, að Samfylkingin er stærsta vinnumiðlun landsins.

  Kveðja:

  Kvöldsól

 • Takk fyrir frábæra pistla Teitur.

  Ég vann einu sinni fyrir langa löngu í kosningarstjórnun, stýrði kosningar baráttu fyrir sjálfstæðisflokkinn. Eftir þá vinnu fékk ég hálfgerða skömm á alþingismönnum, okkar mönnum á þingi. Það sem kom mér mest á óvart var að ég taldi að þingmenn hugsuðu fyrst og fremst um hag þjóðarinnar og væru stoltir af því að vera okkar fulltrúar á þingi. En það var ekki raunveruleikinn. Það var með ólíkindum hvað þessir einstaklingar hugsuðu eingöngu um eigin rass og gáfu, fyrirgefið orðbragðið, skít í það sem máli skipti. En Það var undartekning á þessu viðhorfi. Það voru gömlu þingmennirnir sem voru í raun að hætta. Þessi viðhorf voru ekki til staðar hjá þeim og þeir virkilega voru að hugsa um hag lands og þjóðar.

  Sú kynslóð sem þá var að taka yfir var greinilega ekki með þessa hugsun að baki. Þá spyr maður sig hver gaf tóninn.

  Eftir þetta þá spyr maður sig einnig varðandi fagmennskuna á Íslandi. Eru þetta allt saman peð, gott dæmi um amarörana á Íslandi er það sem er að koma fram við rannsókn á Sjóvá. Skrifað undir samninga án þess að lesa þá. Það er önnur saga.
  Kári

 • Af hverju fékkstu þér ekki rauða Samfylkingarruslatunnu. Þær eru td í stjórnarráðinu og Alþingishúsinu og það þarf ekki að byrja að borga af þeim fyrr en eftir 7 ár verst er að vextirnir eru 100 milljónir á dag.

 • Teitur skrifar:
  "Sjálfstæðisflokkurinn er tæknilega ekki stjórnmálaflokkur. Hann er eitthvað annað"

  Hvað er þetta maður ert þú ekki búinn að átta þig á því að Sjálfstæðisflokkurinnn er hagsmunasamtök (ekki heimilana)

 • Steinunn Valdís og bláa tunnan. Hún og Gísli Teinn á kafi í spillingunni og Jón Ásgeir var sponsörinn á kostnað skattgreiðenda. Sjálfstæðisflokkurinn er spilltur en ekki er Samfylkingin hótinu skárri.

 • Ríkið þandist út um 52% á árunum 1998-2008

  Kv.
  Herbert

 • Ég ætlaði að fá mér samfylkingartunnu. Komst hinsvegar að því þegar ég var að skoða gripinn að blá tunna hafði bara verið máluð rauð af sölumönnum blátunna. Þannig gátu þeir fríað sig af þessum ónýtu tunnum.

 • "Báknið burt" ..eru Sjálfstæðismenn ekki að tala um sjálfan sig?

 • Sjálfstæðisflokkurinn er traustur og hefur fast fylgi 33% + eða –
  Teitur og hans líkar ólmast eins og naut í flagi meðan nályktin af Samfylkingunni er að verða óbærileg. ESB samningur á ekki einu sinni séns að verða samþykktur og Svavarsklúðrið í Icesave er eins og illkynja krabbamein fyrir flokkinn. Hinn fúlipyttur sem Samfylkingin er fær fylgið til að flýja á betri staði. Jóhanna, Össur, Árni páll,Þórunn Ísbjarnar og kompaní er ógeðisdrykkur sem þjóðin vill ekki drekka sama í hversu fínar umbúðir reynt er að pakka honum í.

Comments are closed.

Site Footer