kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

GEÐROF OG SIÐROF DAVÍÐS ODDSONAR

Davíð Oddson sagði á fundi í Valhöll í gær að það hafi verið Samfylkingunni að kenna að ríkisbankarnir hefðu verið seldir einkavinum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.


Ef einhver hefur velkst um í vafa um geðheilbrigði Davíðs Oddsonar þá er ágætis æfing að velta þessum orðum Davíðs fyrir sér.

Framsókn fékk Búnaðarbankanna. Sjálfstæðisflokkur fékk Landsbankanna. Og þetta er Samfylkingunni að kenna…

Gott og vel. Davíð Oddson er farinn yfirum. En hlustendur á fundinum skulu hafa klappað í æðisgengnum tryllingi yfir órum Davíðs er mér alger ráðgáta. Er Davíð einhverskonar dáleiðandi? Frisinett í Háskólabíói? Getur hann látið þjóðina hætt að reykja og naga neglurnar bara með því að halda netta ræðu?

Ég á ekki til aukatekið orð yfir smekkleysi fundarmanna að hlægja, blístra eins og fávitar og stappa niður fótum undir þessari óra-ræðu Davíðs Oddsonar.

4 comments On GEÐROF OG SIÐROF DAVÍÐS ODDSONAR

  • Þetta voru sjálfstæðismenn og þeir eru útum allt í samfélaginu. Hvað ef íslenska þjóðin er meira og minna í afneitun? Hvað er að gerast ef Samfylkingin er stærsti flokkur landsins? Þeir vilja keyra okkur inn í ESB án lýðræðislegrar umræðu, þeir vilja stóriðju.
    Íslensku þjóðinni hefur verið haldið sofandi með mikilli vinnu, skuldum og lélegasta fréttaflutningi í heimi, kannski fyrir utan Kína og þó er ég ekki viss um að þeir séu verri.

  • Þetta vekur bara upp mikla hræðslu að sjá hversu heilaþvegið fólk er og hvernig það virðist ætla að koma undan „vetri“. Eftir allt sem á hefur gengið hyllir fólk enn þessa sömu menn og komu okkur í þetta. Menn eins og Davíð, sem er augljóslega ekki með réttu ráði. Það sem er hræðilegast er að lýðurinn er það marinerður og steiktur, eftir allan þennan heilaþvott og illa meðferð að þeir virðast ætla að kjósa það sama yfir sig enn og aftur og það í góðri trú! Trú um hvað? Ætli þau viti það einu sinni, hjarðeðlið er slíkt! Hvað ætli þurfi til að fólk hristi af sér marineringuna og átti sig á að þau eru enn og aftur að stíga sjálfviljug á grillið?!

  • Davíð er mesti stjórnmálasnillingur íslandssögunnar. Ef hann opnar munninn á hann allra athygli. toppar tvo landsfundi og fólk veltist um að hlátri. Hann sameinar að vera mest hataðasti og dáðasti Íslendingurinn. Bara það er hreinasta snilld. Guð blessi Davíð maðurinn er frábær.

  • Já, Guð blessi Davíð. Hann þarf svo sannarlega á því að halda garmurinn.

    ÞÚB

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer