Geir Haarde í sænska sjónvarpinu

Það var snautlegur forsætisráðherra sem birtist í sænska sjónvarpinu í gær Allir forsætisráðherrar norðurlandanna voru að ræða bankahrunið á Íslandi og aðgerðir til aðstoðar okkur Íslendingum. Ég get bara gert mér í hugarlund hvernig honum Geir var innanbrjósts við þessar erfiðu aðstæður.

Flokkurinn hans ber ábyrgð á bankahruninu. Ber ábyrgð á de-reglulation þeirri sem sleppti beislinu af úlfinum. Á hinum norðurlöndunum er stabíliserað kratakerfi en ekki á Íslandi. Á Íslandi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn alltaf staðið í vegi fyrir því að almennilegt samfélag þrjóaðist á Íslandi. Sjálfstæðisflokkur með einkavina og græðgisvæðingu að hætti Bandaríkjanna og Framsókn með afturhaldi í bland við hálffasíska þjóðernisstefnu og heybaggasósíalisma. Svo blandast þetta saman í allskonar varíöntum.

Svíar eru tregir að gefa upp hvað og hvernig þeir ætli að aðstoða Íslendinga. Reinfeld virtist fá svimakast þegar hann talaði um vandræðin á Íslandi. Hann átti ekki orð yfir því hvernig kollegi hans hafði klúðrað málum á svo hörmulegan hátt.

Site Footer