Geir Haarde er bleyða

Geir Haarde segist ekki bera ábyrgð á bankahruninu. Þetta kemur reyndar ekki á óvart. Enginn ber ábyrgð á Íslandi.

En ef það reynist rétt að Geir Hilmar ber enga ábyrgð á hruninu, þá ber hann heldur ekki ábyrgð á undanfara hrunsins. Góðærinu. Maður gæti haldið að „góðærið“ hafi bara gerst að sjálfu sér. Mig minnir reyndar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eignað sér þann árangur í síðustu þingkosningum.

Reglurnar sem góðærið þreifst í eru sömu reglurnar sem ollu hruni bankakerfisins. Getur verið að Geir Hilmar fatti þetta ekki? Getur verið að hann ætli bara að hirða hrósið vegna góðærisins, og taka ekki á móti skömmunum vegna hrunsins? Getur verið að hann sé svona skyni skroppinn.

En lengi má manninn reyna. Ljóst er að Geir Hilmar Haarde er lélegasti forsætisráðherra Íslandssögunnar. Það grátlegasta við þetta alltsaman er að hann er á engan hátt frábrugðin öðrum ráðherrum og þingmönnum í þessu samhengi. Geir er heigull og bleyða sem axlar ekki abyrgð. Líkur fulla skipstjóranum sem drap 2 gesti sína í skemmtibát fyrir utan Reykjavík í fyrravetur. Sá bar heldur enga ábyrgð. Sagði að gestirnir hefuð stýrt bátnum á skerið.

Sama gerir bleyðan Geir Hilmar. Bendir í sífellu á alla aðra en sjálfan sig.

Site Footer