GEÐFELDUR SMÁBÍLL

Ég hef alltaf verið veikur fyrir smábílum eins og Ómar Ragnarsson.  Mér finnst þeir sniðugir, praktískir og umhverfisvænir.  Ég gæti best trúað því að í framtíðinni  ætti fólk almennt 2 eða 3 bíla.  Einn fyrir famelíuna og ferðalög og 2 smábíla til að komast til og frá vinnu.

Ég rakst á þennann af tegund sem ég hef aldrei séð áður um daginn (áður en fór að snjóa)


nokkuð smart bíll..  Við hliðina má sjá Opelinn minn.


Mikill stærðar munur er á þessum litla og Opelnum mínum.


Sniðug bifreið og ég er eiginlega viss um að svona litlir bílar séu skráðir sem „mótorhjól“.  Allavega stendur á bílnúmerinu „mc-butiken.com“


Flottur „afturendi“.  Í bakrúðunni má sjá mig bera kveðju til allra Íslendinga utan „þess sem ekki má nefna“.

Site Footer