Gautaborg er frábær.

Þetta sá ég í bænum í gær. Hnullungur sem hélt niðri einhverju sirkús-tjaldi var merktur með ástkæra ylhýra.

Hér er gott að búa. Svíar afskaplega vinalegir í alla staði. Afgreiðslumaður í litlu kaffihúsi lánaði mér 90 kall þegar ég var ekki með reiðufé. Skrifaði bara upphæðina á lítin miða og sagði mér að koma á morgun að borga.

Veður er ágætt hérna en sumarið hefur verið fremur blautt. Friður og spekt alla jafna og ég veit ekkert hvar gangsterar Gautaborgar halda sig. Það eru þó alltaf fréttir af ógnaratburðum hér í borginni sem ég skil ekkert í. Maður skotin fyrir framan 3 ára son sinn, 14 ára stungin í biðröð osfr. Nýjasta er þó ekkert svakalegt en í dag var s.s gengið frá kaupum á SAAB. Sænski ofursportbílaframleiðandinn Köningsegg hefur keypt SAAB af GM fyrir upphæð sem er ekkert annað er stjarnfræðileg. Samningaviðræður tóku 8 vikur og allt stefnir í að hann fái fyrirtækið með 3000 skr miljóna afslætti. Köningsegg þessi er giftur íslenskri konu sem heitir Helga von Köningsegg. Hún er stjórnarformaður fyrirtækisins. Verskmiðjan sem framleiðir sportbílana er í Engelholm svona 2 klst akstur frá Gautaborg.

Allt að gerast.

4 comments On Gautaborg er frábær.

Comments are closed.

Site Footer