GAUTABORG ER FRÁBÆR

Ég þreytist ekki á að mæra borgina sem ég bý í. Gautaborg er tiltölulega lítil (um 500.000 íbúar og um miljón með jaðarbyggðum) og borgin er sérstaklega fjölskylduvæn og græn svæði hér ótalmörg. Skógar eru hér fjölmargir með viltu dýralífi. Segja má að borgin sé eiginlega inn í miðjum skógi. Stundum koma dýrin í skóginum inn í borgina og éta úr blómabeðum íbúanna. Ég tók mynd af þessum hjörtum þegar ég var að vinna í Frölunda í síðustu viku.

 

Site Footer