Fyrirfram skammir.


Ég spái því að íslenska krónan muni falla um svo sem 5-10% á næstu 2 mánuðum.. Jöklabréf þarf að borga, atvinnuleysi eykst, kjarasamningar í gangi, o.s.fr, o.s.fr. Því miður.

-Botninum er ekki náð.

Kreppan hér í Svíþjóð er kids-stuff miðað við ástandi á Íslandi. Atvinnuleysi hefur ekki aukist þótt erfiðara er að fá vinnu, krónan er ekki eins sveiflukennd. Sænska kerfið er hægagangi og lullar eins og Volvo Penta vel í traustum bát.

Hér er kerfið einnig opnara, fjölmiðlar betri og samfélagsumræða á hærra plani. Ég tók t.d eftir því í frétt af stuðningi Davíðs og Halldórs við Íraksstríðið þá neituðu þeir að tjá sig. Ég skal hengja mig upp á það að þessir kumpánar þurfi ekki að standa reikningsskil varaðndi þennan ólöglega og ógeðslega gjörning sem stuðiningurinn við stríðið var. Íslenskir blaðamenn eru svo slappir að þeir láta þá komast upp með þetta Svarið „ekki náiðst í Davíð Oddson vegna þessa máls“ er látið heita gott. Auðvitað á að sitja um þessa kóna og fá þá til að SVARA spurningum sem brenna á þjóðinni. Ekki dugar að svara út í loftið og röfla um bragðgæði íslenska labaketsins.

-Efnisleg svör verða að fást við þessar mestu hneysu íslenskrar stjórnmálasögu.

Site Footer