..FYRIR ÞÍNA PENINGA

Aftonbladet hefur verið að fjalla um ofurgróða bankanna hér í Svíþjóð. Upplýst hefur veirð að gróð bankanna er ekki í neinu samhengi við annað sem gerist í samfélaginu.

ab

Þýðing: Þau lifa í lúxus fyrir ÞÍNA peninga. Vextirnir þínir veita þeim miljóna-laun. Aftonblaðið skoðar lífvenjur fjögurra bankastjóra…..

Hérna kemur lykilatriði sem gott er að hafa á alveg á hreinu áður en lengra er farið. Gróði bankana kemur frá viðskiptavinum þeirra. Hann myndast ekki úr einhverjum gufum í loftinu eins og margir halda. Þegar banki græðir, kemur gróðin frá viðskiptavinum hans. Arion-banki græddi t.d svo mikið á síðasta ári að hann það var eins og stórnendurnir hafi blygðast sín og endurgreiddu viðskiptavinum (sem stóðu í skilum) 2500 miljónir.

Þetta er skripaleikur. Þetta er eins og eitthvað vildar-vina-punkta-kerfi.- Mætti ég biðja um lægri vexti takk fyrir.Þegar öll fyrirtæki ganga illa, – nema bankar – er þar á ferðinni augljóst merki um að vextirnir sem bankarnir rukka, eru of háir. Fjármálaráðherrra Svíþjóðar hefur bent á vandamálið og er að skoða með aðgerðir. -Þær munu koma. Þetta var ekki skrum í herra Borg. Honum er að því er mér virðist sama um vinsældir.

Site Footer