FULLKOMIN RÁÐGÁTA

Einu sinni var Winston Churshill að furða sig á Sovíetríkjunum og lýsti þeim sem „A riddle wrapped in a mystery inside an enigma“.  Þessi orð urðu strax sígild og hafa oft verið notuð til að lýsa einhverju sem er gersamlega – algerlega – óskiljanlegt.Þessi fíni frasi datt ofan í höfðið á mér þegar ég hugleiði að vinstri stjórnin okkar fattar ekki að það er samhengi, alveg sprelllifandi, æðaríkt og blóðpúlsandi samhengi, milli þess að þjóðin taki á sig byrðar efnahagshrunsins og að hinir seku verði settir í fangelsi.

Ef að hinir seku, þeir sem ábyrgð báru á þessu stærsta ráni heimssögunnar, sleppa við dóm, verður aldrei nein sátt um eitt eða neitt…Þetta.  …ÞETTA.  … Þ E T T A  !!

Virðist ríkistjórnin ekki skilja.  Ég geri mér grein fyrir að sumt má ríkisstjórn ekki segja og alls ekki að skipta sér af dómstólum landsins, en það er svo ótrúlega mikilvægt að fólk fái það á tilfinninguna að
hinir seku, sleppi ekki.

Að hrunið verði ekki gert upp  með sleifarlagi eins og venjulega þegar eitthvað bjátar á hjá efri lögum samfélagsins.

Þetta er bara spurning um framtíð þjóðarinnar takk fyrir.  Ef að þeir sem skófu bankana að innan á síðustu vikunum fyrir hrun (eins og skýrslur sanna) sleppa, mun virðing fyrir lögunum og lögmáli orsakar og afleiðingar fara út um gluggann.  það verður siðrof. Skeggöld og skálmöld.

Það er ekki að furða að fjöldi fólks beinlínis hatar ríkisstjórnina.  Hún ætlast til (sem eðlilegt er) að fólk taki á sig byrðar efnahagshrunsins, en hefur ekki haft eitt einasta orð um hið lagalega uppgjör. Nú er t.d komið í ljós að virt endurskoðunarfyrirtæki á heimsvísu, tóku þátt í ráninu á bönkunum.  Hví eru þessir endurskoðendur ekki fangelsaðir?

Getur einhver sagt mér það?  Brutu þeir kannski engin lög?  Á virkilega að telja okkur trú um það?

Hversvegna kvartar ríkisstjórnin ekki til höfuðstöðva PWC og krefur þá um skaðabætur? PWC er með á heimasíðu sinni dálk þar sem fólk getur sent inn kvartanir.  Hví hefur enginn Íslendingur kvartað í þessum glæpa-stofnunum?  Hví hefur ríkisstjórnin ekki kvartað?

Þessi endurskoðunarfyrirtæki eru alræmd og þau eru hötuð af almenningi út um allan heim fyrir brellur og svik gagnvart lögunum. Kvörtun frá ríkisstjórninni og krafa um bætur, myndi ríða þeim að fullu.

Sem er gott og löngu, löngu tímabært.

Ég vil heyra og sjá að það bærist önd í þessari ríkistjórn og hún hafi hjarta sem slær, augu sem vökna og hnefa sem kreppast uns hnúarnir hvítna…

Ég vil það….

Site Footer