FRÆGASTI SEM ÉG HEF SÉÐ

Það var einu sinni verið að taka upp einhverja stríðsmynd í Vestmannaeyjum sem Clint Eastwood leikstýrði. Allir leikarar á Íslandi fengu hlutverk í myndinni og almannarómur var sá að Clint sjálfur væri hinn alþýðlegasti. Mér hefur eiginlega staðið á sama um þennan Clint en fílaði alltaf conseptið af Dirty Harry. En conseptið af Dirty Harry myndunum er löggan sem er hvort í senn dómari og böðull. Vondi kallinn er í rauninni dómskerfið sem er alltof lint við þrjótana.

Það var svo á Menningarnótt að ég sá hnakka á manni sem ég taldi mig kannast við. Var þar ekki mættur Clint Eastwood sjálfur. Ég labbaði þétt uppvið Clint og virti fyrir mér heimsfrægan hnakkan á honum. Hann tók ekki eftir mér innan um þúsundirnar á Laugaveginum þetta menningarkvöld. Ég tók hinsvegar vel eftir honum. Hann var frekar smávaxin, knýttur í baki eins og gamall múrari og með grátt og úfið hár á hausnum. Göngulag Clints var sértakt. Hann gékk eins og hann væri með tunnu í millum fóta sér. Hugsanlega vegna ”big balls” en sennilega út af einhverskonar beinþynningu. Hann minnti mig svolítið á Sigurbjörn afa. En sá rak vefnaðarvöruverslun á horni Klappastígs og Kárastígs um áratugaskeið.

Mér fannst hann Clint ekkert merkilegur. Myndin sem hann gerði í Vestmannaeyjum var heldur ekkert merkileg. Einhvert uppblásið amerískt þjóðernisþvaður þar sem annar hver leikari var með tár í auga að lýsa yfir hollustu við Bandaríkin eða að mæra dauða vina sinna. -Fussumsvei.

Ég sá á mbl.is að Angelina Jolie ætti að leika einhverskonar kvenútgáfu af Harry. Mér líst illa á það og þessi staðreynd undirstrikar aðeins lélegt hugmyndaflug þeirra sem stjórna draumaverksmiðjunni í Hollywood. Þar kom einnit fram að Eastwood er 78 ára gamall. Hann getur því trauðla stokkið í stígvél persónunnar sem hanns skóp fyrir um 40 árum, mundað 45 Magnum hólkinn sinn og lesið duglega yfir einhverjum glæpahundi.

-Það væri allt í senn sorglegt, absúrd og skelfilega fyndið…

Site Footer