Frægasti sem ég hef séð VI

Það var fyrir nokkrum dögum á Skjaldborgarhátíðinni sem haldin er ár hvert á Patreksfirði að ég sá einn frægan. Það hafði kvisast út að á hátíðinni yrði Hollýwoodstjarna. Reynsist sá kvittur eiga við rök að styðjast. Þar sem ég var kynnir á Skjaldborg var mér úthlutiað lítilli íbúð í bænum. Böggull fylgdi skammrifi og ég þurfti að yfirgefa íbúiðina á sunnudeginum. Gerði ég það möglunarlaust. Kemur ekki í ljós að stórleikarinn Brian Cox á að fá íbúðina sem ég hafði búið í. Cox þessi er Skoti og þótt hann sé ekki frægur eins og Paris Hilton er hann aðeins betri leikari en hún. Cox þessi hefur leikið í öllum Bourne Identity myndunum og fleiri myndum sem flestar eru leiðinlegar. Cox þessi er reyndar á fljúgandi siglingu um störnuheiminn og er í öllum stórmyndum sem planaðar eru til ársins 2020. Ólíkt áður þegar ég hef hitt fræga, fór ég ekki á taugum þegar fundum okkar Brians Cox laust saman. Ég sat við hliðina á honum í fiskiveislu og barasta kynnti mig og bauð hann velkomin á Skjaldborg. Hann var hinn alþýðlegasti þessar 5 sekúndur sem við áttum tal saman. Cox þessi var afar smart, með barðastóran hatt á hausnum og með arabaklút um hálsinn. Fleiri mættu taka hann sér til fyrirmyndar. Það er alltof sjaldgæft að sjá heldri menn í smart fötum.

Site Footer