Fræga fólkið og Ólafur Ragnar.

Fyrir nokkrum mánuðum síðan kom upp afar vandræðalegt mál hjá forsetaembætti Íslands. Manneskju sem var búð að lofa einhverju medalíu-tildri, var vísað frá, nánast á tröppunum á Bessastöðum og sagt að allt hefði verið byggt á misskilningi. Þessi manneskja var reyndar fyrrerandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og fólk fróðara en ég segja mér að ekkert mál hefi verið að næla einni medalíu í sendiherrann fyrrverandi og forða þannig þessari neyðarlegu uppákomu.

En sendiherranum fyrrverandi var sem sagt snúið við á tröppunum á Bessastöðum þrátt fyrir boð um annað, undirbúning og nokkur símtöl.

Ástæðan fyrir þessar sneypuför sendiherrans var ekki mannleg mistök. Ástæðan var samt alveg óskaplega mannleg. Ólafi Ragnari var nefnilega ekki boðið á innsetningarathöfnina hjá Barrak Óbama. Ólafur fyrrtist svo mjög við þau tíðindi að hann snarlega kanseleraði medalíuáhengingu hjá sendiherra Bandaríkjanna.

Mér var hugsað til þessa atviks þegar ég las um allt fræga fólkið sem var í útför Kennedys.

2 comments On Fræga fólkið og Ólafur Ragnar.

  • Ég sá einhverstaðar að Hlynur Þór, sá ágæti bloggari, komst ekki í útför Kennedys. Var upptekinn á Reykhólahátið.
    Sjálfur var ég bara í rólegheitum og sé hálfpatinn eftir því að hafa ekki skellt mér.

  • Við þurfum að losa okkur við þennan forseta fyrr en seinna. Helst fyrr… eða bara strax

Comments are closed.

Site Footer